is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48384

Titill: 
  • Samþætting þjónustu og árangursrík teymisvinna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Síðustu ár hefur verið ákall um breytingar varðandi stuðning nemenda í skólakerfinu hérlendis þar sem stuðningur hefur verið talinn hefjast seint, meðal annars vegna biðtíma á greiningum. Auk þess hefur verið gagnrýnt að börn og foreldrar þurfi að fara milli þjónustuaðila á eigin ábyrgð og eru þá í hættu á að lenda milli kerfa. Þar af leiðandi skiptir góð og árangursrík teymisvinna lykilmáli og árið 2022 tóku gildi lög sem varða samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Við gerð laganna var litið til nágrannalanda okkar, þar á meðal Skotlands og stefnu þeirra sem kallast GIRFEC, en undanfarin ár hafa nágrannalönd okkar verið að innleiða samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna. Innleiðing laganna hérlendis er í fullum gangi og því hefur ávinningur þeirra ekki enn komið í ljós. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar tekur mið af því og er þessi: Hver er mögulegur ávinningur samþættingar þjónustu og árangursríkrar teymisvinnu í þjónustu barna í menntakerfinu? Ritgerðin er fræðileg samantekt þar sem kerfisbundin heimildaleit fór fram. Notast var við lög, reglugerðir, skýrslur og fyrri rannsóknir sem tengdust farsæld barna á ólíka vegu. Niðurstöður leiddu í ljós að mögulega felist stærsti ávinningur laganna í snemmtækum stuðningi og því að ekki er lengur verið að krefjast greiningar þegar óskað er eftir stuðningi fyrir barn í menntakerfinu. Hingað til hefur stuðningur verið háður greiningu og hér á landi hefur biðtími eftir greiningum aukist til muna síðustu ár. Niðurstöður leiddu einnig í ljós mikilvægi snemmtækrar íhlutunar þar sem áhersla er lögð á að þjónusta börn með einhvers konar frávik eins snemma í lífi þeirra og hægt er. Þá skiptir máli að gripið sé inn í á fyrsta stigi þjónustu til þess að koma í veg fyrir ýmsa erfiðleika hjá börnum seinna meir eða koma í veg fyrir að sá vandi sem þegar er til staðar aukist. Að lokum kom fram í niðurstöðum mikilvægi góðrar samvinnu bæði innan menntakerfisins, í tengslum við samþættingu á fyrsta stigi, en jafnframt milli kerfa til dæmis milli kennara, fagfólks, foreldra og annarra stofnanna og þá skiptir góð og árangursrík teymisvinna lykilmáli. Teymismeðlimir þurfa ávallt að vinna að sömu markmiðum, hafa hagsmuni og réttindi barna í fyrirrúmi og vinna á þverfaglegan hátt. Ávinningur í teymisvinnu felst einnig í því að byggja upp þekkingu innan ólíkra kerfa þegar kemur að því að stuðla að farsæld barna.

Samþykkt: 
  • 13.8.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48384


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Katrín og Sindri - Skila.pdf876,88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir verkefni - Katrín og Sindri dagsetning.pdf79,97 kBLokaðurYfirlýsingPDF