Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48386
Í samfélagi sem skortir samkennd fá fordómar, útilokun og jaðarsetning frjóan jarðveg til að festa rætur. Mikilvægt er að leita leiða til að þjálfa samkennd ungs fólks svo að aðstæður fyrir inngildandi framtíðarsamfélag verði til staðar. Flóttaleikurinn Í leit að öryggi er hannaður með það markmið að auka þekkingu ungs fólks á málefnum fólks með flóttabakgrunn og að auka samkennd með þeim sem neyðast til að flýja heimili sín. Í leiknum þurfa þátttakendur að setja sig í þau spor að Ísland er ekki lengur öruggt land og að Jóhann, vinur þeirra, þarf að leggja af stað á flótta án þess að hafa mikinn tíma til undirbúnings. Þau leysa þrautir til að komast að því hvert hann ætli að fara, takast á við tungumála áskoranir, velja hvernig hegðun er viðeigandi með tilliti til menningar og fá upplýsingar um þær hættur sem fólk á flótta mætir. Leikurinn er hannaður með það í huga að auðvelt sé að taka hann á milli staða, þess vegna er hann í formi bakpoka sem er læstur og inniheldur allt sem þátttakendur þurfa til að taka þátt. Handbók fyrir leiðbeinendur inniheldur hugmyndir að ígrundandi spurningum til að kveikja í umræðum og auka líkur á að leikurinn verði að lærdómsferli en ekki bara að afþreyingu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Greinagerð - Í leit að öryggi _ SandraKarls.pdf | 432.46 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Í leit að öryggi - handbók.pdf | 6.98 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_SandraKarls.pdf | 232.38 kB | Lokaður | Yfirlýsing |