Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48390
Á Íslandi fjöldi leikskólabarna af erlendum uppruna alltaf að aukast. Öll börn eiga rétt á að geta tjáð sig og þá þarf að finna fjölbreyttar leiðir til þess. Því var ákveðið að gera bók með PCS myndum. Markmiðið með bókinni er að hjálpa fjöltyngdum börnum í leikskóla að læra íslensku. Bókin er skrifuð í formi myndtákna/tákna, sem eiga að auðvelda skilning á textanum. Þessi barnabók býður upp á skemmtilega leið til að læra íslensku. Í greinargerðinni er eftirfarandi rannsóknarspurningu svarað: Hvernig getur bók með PCS myndum hjálpað fjöltyngdum börnum að læra íslensku? Þátttakendur í rannsókninni voru fjögur börn sem tóku þátt í fjórar vikur til að athuga hvort bókin myndi hjálpa þeim að læra íslensku. Börnin eru frá Slóvakíu - Tékklandi, Póllandi, Úkraínu og Kamerún og þau eru öll á sama leikskóla. Hvert og eitt barn fékk 10-15 mínútur í þjálfun á hverjum degi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að eftir fjórar vikur, gátu börn lesið sögurnar sjálf á íslensku og endursagt þær til dæmis fyrir fullorðna. Börnin voru ánægð með að geta gert þetta sjálf og fengu þannig innri hvatningu og jákvætt viðhorf til lestrar og íslenskunáms.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA yfirlýsing.pdf | 60,79 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Bók með PCS myndum - Karen og Martina.PNG | 356,54 kB | Opinn | Viðauki | PNG | Skoða/Opna |
BA - Greinargerð um bók með PCS myndum - Karen og Martina .pdf | 960,75 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |