is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48394

Titill: 
  • Fagauður til framtíðar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skólastarf byggir á ýmsum stoðum, meðal annars þeim mannauði sem hver skólastofnun hefur yfir að ráða. Samkvæmt lögum um grunnskóla ber skólastjórum að veita skólum faglega forystu og bera ábyrgð á daglegu starfi og rekstri þeirra (lög um grunnskóla nr. 91/2008). Aðalnámskrá grunnskóla fjallar um mikilvægi þess að skólastjórar séu leiðtogar innan skólans, þeir beri m.a. ábyrgð á skipan kennslu, námsmati, þeir ýti undir skólaþróun og styðji við og rækti gott námsumhverfi (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011). Þeir fara eftir lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda en þar kemur m.a. fram að skólastjórnendur þurfi að búa yfir margvíslegri hæfni sem snýr að skólaþróun, stjórnun, rekstri og stjórnsýslu (lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 95/2019).
    Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á þá hlið starfs skólastjóra sem snýr að eflingu fagauðs í skólum, starfsháttum þeirra og þann stuðning sem þeir veita kennurum. Til grundvallar rannsókninni voru skilgreiningar Hargreaves og Fullan (2012) á fagauði (e. professional capital). Rannsóknin er viðtalsrannsókn. Tekin voru fimm viðtöl við starfandi skólastjóra í Reykjavík á tímabilinu júní 2023 - nóvember 2023. Markmið viðtalanna var að fá fram sýn, þekkingu og reynslu skólastjóra með tilliti til starfshátta þeirra og eflingar fagauðs í skólunum þar sem þeir starfa.
    Niðurstöður benda til þess að mannauðsmál taki lengri tíma hjá skólastjórum en áður. Þau séu flókin og yfirgripsmikil og að þau ásamt öðrum krefjandi verkefnum geri skólastjórum erfitt að bregðast við álagi og streitu sem kennarar finni fyrir. Vilji skólastjóra til að mæta þörfum kennara er mikill og þeir liðsinna þeim eftir bestu getu innan skólans og sækja m.a. um stuðning fyrir þá frá viðeigandi þjónustumiðstöð og/eða Skóla og frístundasviði. Hjá viðmælendum kom fram að þeir töldu að efling fagauðs væri mikilvægur þáttur í starfi sínu. Til að sinna þeim þætti rækta þær tengsl við kennara og gæta þess að þeir hafi aðgang að stjórnendateymi skólans. Allir viðmælendur ræddu að fjölgun og erfiðleikastig verkefna þeirra kalli samhliða á dreifða forystu, samráð og samvinnu innan stjórnendateymanna. Viðmælendum finnst krefjandi að vera faglegur leiðtogi á sama tíma og önnur stór og brýn verkefni kalli á úrlausn.
    Niðurstöður rannsóknarinnar munu nýtast bæði starfandi og verðandi skólastjórum. Þannig styrkir rannsóknin þá í fyrirbyggjandi aðgerðum í að styðja við skólastarf sem tekur mið af þörfum þeirra sem þar starfa, bæði kennara og nemenda.

Samþykkt: 
  • 13.8.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48394


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðbjörg_Pálsdóttir.pdf817,25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_gp.pdf236,94 kBLokaðurYfirlýsingPDF