is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4840

Titill: 
  • „Maður þarf að sjá tilganginn.“ Viðhorf og þarfir ríkisstarfsmanna gagnvart skjalamálum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var annars vegar að komast að því hvort innleiðingarferli á rafrænu skjalastjórnarkerfi eða aðrar breytur hefðu áhrif á viðhorf starfsfólks gagnvart þeim. Hins vegar að komast að því hvaða þarfir starfsfólk ríkisstofnana hefur við flokkun skjala og hvort munur væri á markmiðum starfsfólks við utanumhald skjala og markmiðum með hinni opinberu skjalastjórn stofnunarinnar. Notaðar voru bæði megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir. Megindlega rannsóknin fólst í að leggja spurningalista fyrir starfsfólk þriggja ríkisstofnana sem allar nota sama skjalastjórnarkerfið. Eigindlega rannsóknin fólst í tilviksathugun. Opin viðtöl voru tekin við átta starfsmenn einnar af stofnunum þremur, ein þátttökuathugun fór fram auk greiningar fyrirliggjandi gagna varðandi innra og ytra umhverfi skjalamála stofnunarinnar. Tölfræðiforritið SPSS ásamt opinni og lokaðri kóðun voru notuð við greiningu gagnanna. Niðurstöðurnar benda til þess að innleiðing hafi áhrif á viðhorf starfsmanna gagnvart rafrænum skjalastjórnarkerfum. Aðrir þættir sem virðast hafa áhrif eru þátttaka starfsmanna í áframhaldandi þróun skjalamála, fræðsla starfsmanna varðandi skjalamál og starfshættir stjórnenda. Svo virðist sem sex eiginleikar skjalaflokkunarkerfa hafi hvetjandi áhrif á skjalavistunarferli starfsmanna; einfaldleiki skjalaflokkunarkerfisins, stærð þess, að flokkarnir útiloki hvern annan, endurskoðun kerfisins, þátttaka starfsfólks í hönnun kerfisins og að tillit sé tekið til þarfa starfsfólks, t.d. við skipulagningu skjalaflokkunarkerfisins inni í rafræna skjalastjórnarkerfinu. Að lokum virtist ekki grundvallarmunur á markmiðum starfsfólks við flokkun og utanumhald skjala og markmiðum með hinni opinberu skjalastjórn stofnunarinnar þó svo að starfsfólk kysi sér oft aðrar leiðir en verklagsreglur mæltu með.

Samþykkt: 
  • 30.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4840


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLIS_ritgerd_Jonella.pdf986.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna