is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48400

Titill: 
  • Foreldrakulnun : það þarf þorp til að ala upp barn en hvar er þorpið?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er sjónum beint að foreldrahlutverkinu og þeim streituvöldum sem eru í lífi foreldra. Fjallað er um af hverju foreldrar kulna í foreldrahlutverkinu en ástæðurnar geta verið margar og fjölþættar. Einnig er komið inn á afleiðingar foreldrakulnunar, bæði fyrir þá foreldra sem fyrir henni verða og einnig afleiðingarnar fyrir börn þeirra. Að lokum eru úrræði skoðuð og hvort og þá hvernig hægt sé að vinna sig út úr foreldrakulnun. Í ritgerðinni eru notaðar fyrirliggjandi heimildir úr þeim rannsóknum sem þegar hafa verið gerðar til að varpa ljósi á foreldrakulnun. Rannsóknir á foreldrakulnun eru þó fremur skammt á veg komnar en þeim fer ört fjölgandi. Fræðilegur bakgrunnur foreldrakulnunar er því ekki mjög sterkur en samt sem áður bendir allt til þess að hún sé algengari og alvarlegri en talið var í fyrstu. Afleiðingarnar geta verið slæmar, ekki einungis fyrir foreldrið sjálft heldur einnig fyrir börn þeirra. Það er gífurlega mikilvægt að foreldrakulnun verði rannsökuð frekar og viðurkennd sem heilsufarsleg vá í nútíma samfélagi. Það á ekki að vera feimnismál að upplifa erfiðleika tengda foreldrahlutverkinu og þaðan af síður ættu foreldrar að upplifa skömm fyrir að leita sér aðstoðar.

Samþykkt: 
  • 13.8.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48400


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing.pdf175.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Kristín Alma - Lokaritgerð..pdf406.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna