Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48410
Í þessu lokaverkefni er svara leitað við spurningunni um það hvort og þá hvernig leiklistarkennsla getur haft jákvæð áhrif á andlega líðan ungmenna. Verkefnið er hefðbundin heimildaritgerð. Líðan ungmenna hefur farið jafnt og þétt versnandi undanfarin ár og mikilvægt að leita allra leiða til að snúa þeirri þróun við. Í skrifum fræðimanna kemur fram að leiklist í kennslu getur nýst vel í að vinna með sjálfsmynd nemenda, seiglu, tilfinninguna að tilheyra og samkennd. Til afmörkunar eru þessir fjórir þættir andlegrar vellíðunar notaðir í umfjölluninni. Fjallað er um nokkur dæmi um verkefni á Íslandi þar sem leiklist er notuð og sýnt hefur verið fram á jákvæð tengsl leiklistarkennslu og þau atriði andlegrar líðað sem talin eru upp hér að ofan. Þrátt fyrir að aðstaða sé víðast hvar góð í grunnskólum á Íslandi og kennarar vel menntaðir þegar kemur að leiklistarkennslu vantar nokkuð upp á að leiklistarkennsla fái þann tíma sem henni er ætlað í viðmiðunarstundaskrá Aðalnámskrár. Leiklistarkennsla er eitt þeirra verkfæra sem nota á til að bæta líðan ungs fólks en mikilvægt er að allir nemendur fái leiklistarkennslu öll árin sín í grunnskóla.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman_yfirlysing_Katla_Ómarsdóttir.pdf | 193,03 kB | Opinn | Skoða/Opna | ||
BEd_Katla_Ómarsdóttir_2410982579.pdf | 442,48 kB | Opinn | Skoða/Opna |