Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48413
Með þeim tækniframförum sem hafa einkennt skólastarf síðustu áratugi breytast áherslur og kennsluaðferðir í skólum. Niðurstöður rannsókna á tækninotkun í tónmennt benda til þess að aðgengi að tæknibúnaði hafi aukist síðustu árin. Þrátt fyrir að þessi búnaður sé til staðar getur ýmislegt haft áhrif á hversu mikið hann er notaður. Námsefni er af skornum skammti, þörf er á betri endurmenntun fyrir þá tónmenntakennara sem útskrifuðust fyrir tíma spjaldtölvunnar og svo getur aðgengi kennara að spjaldtölvum verið takmarkað. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknanna eru þó nokkrir tónmenntakennarar að nýta sér tæknina en margir þó hikandi við það og vita mögulega ekki hvernig ætti að byrja. Þörf er á námsefni fyrir tónmenntakennara þar sem spjaldtölvur eru notaðar í kennslu og markmið og hæfniviðmið verkefnanna skýr. Vefsíðan sem ég bjó til skiptist í yngsta stig og miðstig, verkefnin eru flokkuð í sköpun og tónfræði. Með verkefnunum fylgja kennsluáætlanir og ýmislegt hjálparefni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ávinningur þess að nota spjaldtölvur í tónlistarkennslu hefur verið góður. Hægt er að dýpka skilning nemenda með forritum sem spjaldtölvur hafa upp á að bjóða og tengja verkefnin við hæfniviðmið Aðalnámskrár grunnskóla.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Tónlistarheimur spjaldtölvunnar - LOKASKIL.pdf | 3.92 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing (1).pdf | 189.5 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Kennsluáætlanir.pdf | 2.47 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
Myndir af vefsíðu.pdf | 9.72 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
Gamli Nói.mpeg | 13.83 MB | Opinn | Fylgiskjöl | MPEG Video | Skoða/Opna |
Maja átti lítið lamb.mpeg | 35.11 MB | Opinn | Fylgiskjöl | MPEG Video | Skoða/Opna |
Country lag.mpeg | 21.94 MB | Opinn | Fylgiskjöl | MPEG Video | Skoða/Opna |
Jazz lag.mpeg | 24.1 MB | Opinn | Fylgiskjöl | MPEG Video | Skoða/Opna |
Sýnidæmi í sampler.mpeg | 23.01 MB | Opinn | Fylgiskjöl | MPEG Video | Skoða/Opna |
Þrástef.mpeg | 58.72 MB | Opinn | Fylgiskjöl | MPEG Video | Skoða/Opna |
Athugsemd: Fylgiskjölin má einnig finna inni á vefsíðunni Tónlistarheimur spjaldtölvunnar: https://sites.google.com/view/spjaldtlvurogtnmennt/home