Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48417
Í eftirfarandi ritgerð verður fjallað um samræmd próf í grunnskólum og framtíðaráætlanir íslenskra menntayfirvalda fyrir samræmt námsmat. Samræmd próf voru ekki lögð fyrir síðan á skólaárinu 2021-2022 og ný hugmynd menntamálastofnunnar sem kallast Matsferill á að taka við. Í ritgerðinni er rýnt í þrjár skýrslur sem starfshópur sem skipaður var af menntamálaráðherra 16. apríl 2018 hefur gefið út. Þær skýrslur eru Áfangaskýrsla: Starfshópur um samræmd könnunarpróf (2018), Framtíðarstefna um samræmt námsmat (2020) og Matsferill: Niðurstöður samráðs við skólasamfélagið (2022). Í þeim má finna það sem þessi starfshópur hefur skrifað um varðandi rannsóknir þeirra og hugmyndir um framtíð samræmdra prófa á Íslandi. Einnig verður fjallað um hvernig lönd sem við viljum líta til í menntamálum haga samræmdum prófum hjá sér. Samræmd próf eru mikilvægur þáttur í námsmati landa til þess að hægt sé að mæla getu og skilning nemenda í einstökum námsgreinum og bera niðurstöður saman við jafnaldra þeirra. Niðurstöður þessara mælinga eru mikilvægur þáttur í að bæta getu skóla til að gefa hverjum og einum nemanda námsefni við sitt hæfi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bjartur Finnbogason Lokaverkefni_Samræmd próf.pdf | 446.32 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_Bjartur_Finnbogason.pdf | 76.05 kB | Lokaður | Yfirlýsing |