is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48418

Titill: 
  • Leikur og nám í gegnum forritun : kennsluvefur um tæki og forritun við hæfi leikskólabarna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tæknileikur - Kennsluvefur um tæki og forritun við hæfi leikskólabarna ásamt greinargerð sem honum fylgir er lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Í greinargerðinni má finna fræðilega umfjöllun um upplýsingatækni í leikskólastarfi þar sem bæði er vísað í íslenskar og erlendar rannsóknir. Einnig er umfjöllun um leik sem aðalnámsleið barna og hlutverk kennara í leik barna. Farið er ítarlega yfir gerð kennsluvefsins og það efni sem finna má á vefnum. Sérstök áhersla er lögð á leik barna tengdan forritun og má í greinargerðinni finna lýsingu á fimm forritunarleikjum sem kynntir eru á kennsluvefnum. Þá er einnig rætt hvernig til tókst við efnisgerðina og vísað í starfandi leikskólakennara sem rýndi kennsluvefinn og gaf á honum faglegt álit.
    Kennsluvefurinn var búinn til með það að markmiði að gera upplýsingatækni aðgengilegri starfsfólki leikskóla og veita þeim hugmyndir að verkfærum sem hægt er að nota til þess að bæta tækni við leik barna. Við leit kom í ljós að lítið framboð er af kennsluvefjum um upplýsingatækni í leikskólastarfi og enn minna af efni um forritun í leikskóla. Það var því talið mikilvægt að þróa nothæfan og fræðsluríkan vef sem allir áhugasamir gætu nálgast. Á kennsluvefnum er að finna leiðbeiningar um hvernig fimm forritunarleikir virka og hvernig hægt er að nota þá í leik með börnum. Þar eru bæði upptökur úr leikjum og myndefni af börnum að fást við leikina.
    Vefinn sjálfan má finna á slóðinni https://sites.google.com/view/taeknileikur og skjáskot af síðum hans má sjá í Viðaukum A, B, C, D, E, F, G, H og I við greinargerðina sem honum fylgir.

Samþykkt: 
  • 15.8.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48418


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leikur og nám í gegnum forritun.pdf3,62 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf142,32 kBLokaðurYfirlýsingPDF