is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4842

Titill: 
 • Samverkandi áhrif Aurora kínasa lyfjasprota, þekktra krabbameinslyfja og valdra náttúruefna á brjóstafrumulínur með og án stökkbreytinga í BRCA2
 • Titill er á ensku Synergistic effects of Aurorakinase inhibitor, known anti-cancer drugs and selected natural products on breast cell lines with or without BRCA2 mutation
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið sem konur greinast með á Íslandi eða um 30% allra krabbameinstilfella. Stökkbreytingar í BRCA1 og BRCA2 genunum tengjast aukinni áhættu á að fá brjóstakrabbamein en hérlendis er algengari stökkbreytingin í BRCA2 eða 999del5.
  Aurora kínasar eru fjölskylda af serín/þreónín prótein kínösum sem gegna mikilvægu hlutverki á mismunandi stöðum í frumuhringnum. Sýnt hefur verið fram á mögnun á Aurora A í brjóstakrabbameinum samhliða BRCA2 stökkbreytingum auk þess sem yfirtjáning á Aurora B virðist haldast í hendur við Aurora A yfirtjáningu.
  Fjöldi Aurora kínasa hindra hefur verið þróaður á síðustu árum sem lofa góðu sem hugsanleg meðferð gegn krabbameinum og þeirra á meðal er Aurora kínasa hindrinn ZM447439 sem notaður er í þessu verkefni. Í öllum tilraunum voru notaðar þrjár frumulínur sem eru arfblendnar um BRCA2 og ein frumulína til viðmiðunar sem ekki hafði BRCA2 stökkbreytingu. Rannsakað var hvort ZM447439 hefði samverkandi áhrif með krabbameinslyfjunum doxórúbisíni, vinblastíni og docetaxeli annars vegar og hins vegar með náttúruefnunum úsnínsýru og kúrkúmíni. Frumum var sáð í 96 holu bakka og lifun frumna metin með crystal violet litun eftir meðhöndlun frumulína með mismunandi samsetningu prófefna. Samvirknistuðull var reiknaður út í forritinu CalcuSyn.
  Niðurstöður bentu til hugsanlegra samverkandi áhrifa milli ZM447439 og úsnínsýru á einu frumulínunni sem upprunnin er úr æxlisvef. Ekki var hægt að sýna fram á greinilega samverkun á milli ZM447439 og kúrkúmíns. Einstaka tilraunir bentu til samverkunar ZM447439 með vinblastíni annars vegar og hins vegar með docetaxeli við alla styrkleika af hindranum. Doxórúbisín hafði frekar tilhneigingu til að sýna samvirkni með hæsta styrkleika af ZM447439. Ekki var hægt að reikna samvirknistuðul út úr öllum prófunum en niðurstöður gáfu þó vísbendingar um hvernig haga mætti tilraunum á samverkandi áhrifum í framhaldinu.

Samþykkt: 
 • 30.4.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4842


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni.pdf4.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna