is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48422

Titill: 
  • Frítíminn og ég : tómstundamenntunarnámskeið fyrir fólk með flóttabakgrunn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það er mikilvægt að fólk með flóttabakgrunn upplifi það að tilheyra. Rannsóknir hafa sýnt fram á að tómstundir og tómstundamenntun getur stuðlað að aukinni inngildingu inn í nýtt samfélag og aukið lífsgæði hjá fólki með flóttabakgrunn. Frítíminn og ég er tómstundamenntunarnámskeið fyrir fólk með flóttabakgrunn á aldrinum 16-30 ára. Markmið námskeiðsins er að stuðla að betri nýtingu á frítímanum hjá þátttakendum og að kynna fyrir þeim þau tækifæri sem standa til boða í frítímanum. Tilgangurinn með námskeiðinu er að skapa tækifæri fyrir þátttakendur til að kynnast jafningjum sínum og stuðla að því að þau upplifi að þau tilheyri hópi sem gæti verið hvetjandi þáttur í að nýta frítímann á jákvæðan hátt. Verkefnið skiptist í tvo hluta, fræðilega greinargerð og handrit að námskeiðinu. Með námskeiðinu fylgir verkefnabók til að nýta við framkvæmd námskeiðsins. Kenningar og rannsóknir innan tómstundafræðinnar leggja grunninn að greinargerðinni og rökstuðningi fyrir námskeiðið og má þar nefna mikilvægi tómstunda og ígrundun. Von mín er sú að námskeiðið nýtist vel á vettvangi frítímans og stuðli að persónulegri velferð og hamingju hjá fólki með flóttabakgrunn.

Samþykkt: 
  • 15.8.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48422


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing.pdf377.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA-AFURTH_Lokaskil_Margret Rebekka Valgarðsdóttir.pdf15.24 MBLokaður til...25.12.2030GlærurPDF
BA- lokaskil- Margret Rebekka Valgarðsd..pdf530.36 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Verkefnabók.pdf220.56 kBLokaður til...25.12.2030VerkefnabókPDF