Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48425
Alþjóðlegar rannsóknir sýna að náttúruhamfarir hafa skaðlegri afleiðingar fyrir fatlað fólk en aðra hópa. Rót þess er margþætt, en einn þáttur er skortur á viðbragðsáætlunum sem taka mið af þörfum og réttindum fatlaðs fólks. Á Íslandi er skortur á fræðslu og upplýsingum um viðbrögð í náttúruhamförum fyrir fatlað fólk, þar sem þær eru ýmist óaðgengilegar eða ekki til staðar. Verkefninu er ætlað að varpa ljósi á þessa stöðu og mikilvægi þess að taka þarfir fatlaðs fólks inn í myndina við gerð viðbragðsáætlana og fræðsluefnis. Tvær rannsóknarspurningar liggja til grundvallar verkefninu. Sú fyrri er: Hvers vegna er mikilvægt að viðbragðsáætlanir náttúruhamfara fjalli um fatlað fólk? Seinni rannsóknarspurningin er: Hvernig er hægt að aðstoða fatlað fólk við að undirbúa sig fyrir náttúruhamfarir á Íslandi?
Verkefnið samanstendur af fjórum handbókum, sem fjalla um mismunandi hópa fatlaðs fólks, og greinargerð efninu til stuðnings. Við gerð handbókanna var byggt á útgefnu efni frá Almannavörnum, og það sniðið að þörfum fatlaðs fólks. Markmið þessa verkefnis er að útbúa efni sem nýtist fötluðu fólki, aðstandendum þeirra, fagfólki og Almannavörnum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fatlað fólk og náttúruhamfarir á Íslandi - greinagerð.pdf | 746,71 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Blindir og sjónskert fólk- Drög að handbók um náttúruhamfarir Lokaskjal.pdf | 833,68 kB | Opinn | Handbók | Skoða/Opna | |
Döff, heyrnalausir og heyrnaskertir - Drög að handbók um náttúruhamfarir Lokaskil.pdf | 1,08 MB | Opinn | Handbók | Skoða/Opna | |
Fólk með hreyfihömlun - Drög að handbók um náttúruhamfarir Lokaskjal.pdf | 834,42 kB | Opinn | Handbók | Skoða/Opna | |
Fólk með þroskahömlun og skynsegin fólk- Drög að handbók um náttúruhamfarir lokaskjal.pdf | 2,41 MB | Opinn | Handbók | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing fyrir skemmuna.pdf | 84,23 kB | Lokaður | Yfirlýsing |