Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48429
Brotthvarf nemenda úr framhaldsskóla á Íslandi er með því hæsta innan OECD ríkjanna og bendir talnaefni til þess að brotthvarf meðal nemenda af erlendum uppruna úr framhaldsskóla sé töluvert hærra. Markmið ritgerðarinnar er að skoða brotthvarf nemenda af erlendum uppruna út frá kenningum um félagsauð. Fræðilegur grunnur verkefnisins byggir á kenningum Pierre Bourdieu, James Coleman og Robert Putnam um félagsauð. Einnig er stuðst við innlendar og erlendar rannsóknir á brotthvarfi nemenda úr framhaldsskóla. Margar rannsóknir benda til þess að félagsleg þátttaka nemenda af erlendum uppruna er dræm og því mikilvægt að skoða hvort að hún geti átt þátt í námsárangri þeirra. Út frá niðurstöðum þeirra rannsókna sem hafðar eru að leiðarljósi í þessu verkefni má draga þá ályktun að félagsleg þátttaka nemenda af erlendum uppruna geti veitt þeim aukinn stuðning í námi og dregið úr líkum á brotthvarfi úr framhaldsskóla.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
KMF_Brotthvarf_Lokaskil_1.mai2024.pdf | 469,11 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_utfyllt.pdf | 228,57 kB | Lokaður | Yfirlýsing |