Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48440
Í þessari ritgerð er fjallað um hvernig sjálfsmildi nýrra foreldra getur styrkt þá í foreldrahlutverkinu. Ritgerðin er fræðileg rannsóknarritgerð þar sem stuðst er við fyrirliggjandi rannsóknir og fræðilegar heimildir. Talið er að enginn atburður krefst eins hraðra og mikilla breytinga í lífi nýrra foreldra sem eignast sitt fyrsta barn. Við komu barns standa þeir undir margs konar krefjandi áskorunum, eins og svefnleysi, mikilli ábyrgð og parsambandið getur orðið viðkvæmt. Sjálfsmildi er áhrifarík leið til að takast á við erfiða tíma og styrkja andlega heilsu. Þess má einnig geta að sjálfsmildi er afar gagnleg leið fyrir nýja foreldra til að takast á við helstu áskoranir sem geta fylgt hinu nýja hlutverki. Sjálfsmildi gerir manneskju kleift að viðurkenna og samþykkja sig sem mannlega veru sem getur gert mistök.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverki BA 10e - Hlíf Sverrisdóttir.pdf | 382.88 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing-Hlíf Sverrisdóttir.pdf | 200.58 kB | Lokaður | Yfirlýsing |