is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48445

Titill: 
  • Grænkeralífsstíll og áhrif á sykursýki 2 : kerfisbundin fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Tíðni sykursýki 2 hefur vaxið ört á heimsvísu síðustu áratugi. Á Íslandi tvöfaldaðist tíðnin í öllum aldurshópum frá 2005-2018 og talið að 10.600 manns hafi verið með sjúkdóminn árið 2018 en hækki í um 23.000 árið 2040 ef ekkert verður að gert. Sjúkdómurinn getur valdið skemmdum á æðum og taugum og er því sterkur áhættuþáttur fjölda annarra lífsógnandi sjúkdóma. Lífsstílstengdir áhættuþættir hafa umtalsverð áhrif á þróun sykursýki 2. Með lífsstílsbreytingum, sérstaklega breyttu mataræði, má að mestu vinna bug á sjúkdómnum og jafnvel snúa honum við. Rannsóknir sýna að grænkeralífsstíll inniheldur fæðutegundir sem geta minnkað líkur á sykursýki 2 auk þess að hafa verndandi áhrif á umhverfi, dýravelferð og náttúru.
    Tilgangur og markmið: Að meta áhrif grænkeralífsstíls og grænkerafæðis á sykursýki 2 ásamt því að skoða hvort munur sé á heilsusamlegri og óheilsusamlegri grænkerafæðu. Með því má varpa ljósi á hvort nýta megi lífsstílinn í forvarnar- og/eða meðferðarskyni.
    Aðferð: Kerfisbundinni fræðilegri samantekt var beitt sem byggir á rafrænni leit rannsókna í gagnabankanum PubMed. Leitin miðaðist við megindlegar rannsóknir frá 2013-2023. Allir titlar og útdrættir sem fundust við leitina voru skimaðir með tilliti til leitarskilyrða, sem voru m.a. frumrannsóknir fullorðinna þátttakenda. Greinar sem uppfylltu skimunina voru lesnar í fullri lengd. Níu rannsóknir, þar af sex stýrðar slembirannsóknir og þrjár áhorfsrannsóknir voru valdar. Útkomubreytur voru ýmist blóðsykurstjórnun, insúlínviðnám, insúlínnæmi, efnaskipti eftir máltíð, blóðþrýstingur, blóðfitugildi, líkamsþyngd, líkamssamsetning, kólesteról, hjartablóðþurrð, næringarástand, hlutfall fitumassa, fita í kringum innyfli og langtíma blóðsykur (HbA1C). Niðurstöður: Kerfisbundna yfirlitið er í samræmi við niðurstöður annarra yfirlitsgreina og sýna meiri lækkun á blóðfitum, blóðþrýstingi og líkamsþyngd, betri blóðsykurstjórn og insúlínviðnám meðal þeirra sem fylgdu grænkeramataræði miðað við hefðbundið vestrænt mataræði. Niðurstöður stýrðu slembirannsóknirnar, þar sem íhlutunin var ótakmarkað fituskert grænkerafæði, benda til þess að mataræðið gæti hugsanlega hentað vel sem meðferð við sykursýki 2. Áhorfsrannsóknirnar benda þó til þess að gæði grænkerafæðis skipti máli þegar kemur að því að bæta blóðsykurstjórn einstaklinga með sykursýki 2.
    Lokaorð: Grænkerafæði getur dregið úr áhættuþáttum sykursýki 2 og stuðlað að þyngdartapi umfram hefðbundið mataræði. Mikilvægt er að skoða þennan valkost sem forvörn/meðferð fyrir skjólstæðinga með sykursýki 2.
    Lykilorð: grænkeralífsstíll, grænkeramataræði, sykursýki 2, forvörn, meðferð

  • Útdráttur er á ensku

    Background: The incidence of type 2 diabetes has grown rapidly worldwide in recent decades. In Iceland, the incidence in all age groups doubled from 2005 to 2018 and it was estimated that 10,600 people had type 2 diabetes in 2018 and will increase up to 23,000 in 2040. Type 2 diabetes can damage blood vessels and nerves and is a strong risk factor for many life-threatening diseases. Risk factors controlled by lifestyle have a significant impact on the development of type 2 diabetes. With lifestyle changes, especially dietary changes, the disease can mostly be overcome and even reversed. Research demonstrates that a vegan lifestyle includes a diet that has a protective impact on type 2 diabetes as well as on the environment, animal welfare and nature.
    Purpose and objective: To evaluate the impact of a vegan diet on type 2 diabetes and to examine if there is a difference between a healthy and unhealthful vegan diet. It can shed light on whether this lifestyle is useful as prevention and/or treatment for type 2 diabetes.
    Method: A systematic review of quantitative studies based on a search on PubMed for articles published between 2013-2023. All titles and abstracts were screened regarding the given inclusion criteria, which included primary studies of adult participants. The articles that passed this screening were read in full. Nine studies met the inclusion criteria, of which six were randomized controlled trials (RCTs) and three cohort studies. The outcome measured either glycemic control, insulin resistance, insulin sensitivity, postprandial metabolism, blood pressure, lipid levels, body weight, body composition, cholesterol, myocardial ischemia, nutritional status, fat mass, visceral fat, and glycated hemoglobin.
    Results: This systematic review is in accordance with the results of other reviews and indicates greater reductions in lipids, blood pressure, glycemic control, insulin resistance and body weight compared to a traditional Western diet. RCTs, where the intervention was an unlimited low-fat vegan diet, indicate that it could be effective as a treatment/prevention for type 2 diabetes. However, observational studies show that the quality of the vegan diet is important when it comes to improving glycemic control in individuals with type 2 diabetes.
    Conclusion: A vegan diet significantly reduced risk factors for type 2 diabetes and promoting weight loss more than a traditional diet. This diet could be an important link in prevention and treatment for type 2 diabetes.
    Keywords: Veganism, vegan diet, diabetes 2, prevention, treatment.

Samþykkt: 
  • 16.8.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48445


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bjarndís Arnardóttir_MA_Lokaverkefni.pdf1,01 MBLokaður til...17.05.2094HeildartextiPDF
Lokaverkefni Skemman.pdf279,75 kBLokaðurYfirlýsingPDF