Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48452
Upplifun kvenna af meðgöngu, fæðingu og umskipti yfir í móðurhlutverkið felur í sér alls kyns tilfinningar sem getur haft áhrif á mæður og móðurhlutverkið. Meginmarkið þessarar rannsóknar var að greina reynslu og upplifun kvenna af bráðakeisarafæðingu og líðan þeirra fyrstu dagana eftir barnsburð. Gagna var aflað með eigindlegri rafrænni spurningakönnum þar sem konur sem höfðu átt börn með bráðakeisarafæðingu voru beðnar um að lýsa upplifun sinni, tilfinningum og líðan bæði í fæðingunni og fyrstu daga eftir fæðingu. Viðfangsefnið var nálgast út frá sjónarhorni mótunarhyggju, þ.e. áhersla var lögð á að skoða hið huglæga. Alls söfnuðust fæðingarsögur frá 62 mæðrum og voru gögnin greind með aðferð ígrundandi þemagreiningar.
Meginþemun voru: ,,Óundirbúnar fyrir erfitt fæðingarferli‘‘ þar sem hræðsla, óöryggi og stjórnleysi voru í brennidepli í frásögnum. Því næst kom ,,Mikilvægi stuðnings í fæðingarferlinu‘‘. Þar greina konurnar frá hversu mikilvægt og oft nauðsynlegt þeim fannst að fá stuðning frá heilbrgiðisstarfsfólki og maka/fjölskyldu. Næsta þema var ,,Erfitt að sinna móðurhlutverkinu fyrst á eftir aðgerð‘‘ en þær telja það vera vegna mikils sársauka, lyfjanotkunar og andlegrar vanlíðan. Í framhaldi kom þemað ,,Alvöru konur fæða í gegnum leggöng‘‘. Þar greina konurnar frá því að þær upplifi sig sem misheppnaðar konur vegna þess að þeim tókst ekki að fæða barn sitt í gegnum leggöng. Þemað ,,Brostnar væntingar um náttúrulegt fæðingarferli‘‘ kom þar á eftir. Síðasta þemað var ,,Þörf á aukinni fræðslu ásamt betra eftirliti í bataferli‘‘.
Rannsóknin sýnir þá þörf að opna umræðuna um reynslu og upplifanir kvenna í kjölfar bráðakeisarafæðingar. Það er í hlutverki foreldrafræðara að hlúa að og aðstoða mæður í móðurhlutverkinu því skiptir máli að foreldrafræðarar séu meðvitaðir um þau áhrif sem bráðakeisarafæðing getur haft á þær og móðurhlutverkið. Það ætti að vera í hlutverki foreldrafræðara að fræða, opna umræðuna og afbyggja þær staðalímyndir sem eru til staðar í samfélaginu.
Women's experiences of pregnancy, childbirth and the transition to motherhood involve a range of emotions that can affect the well-being of new mothers and their experiences of motherhood. The main goal of this study was to analyze women's experience of emergency cesarean delivery and their well-being in the first days after childbirth. Data was collected through qualitative electronic questionnaires in which women who had babies by emergency cesarean delivery were asked to describe their birth experiences, feelings and well-being both during the birth and in the first days after birth. The subject was approached from the point of view of formationism, i.e. emphasis was placed on examining the subjective. Birth stories were collected from 62 mothers and the data was analyzed using the reflective thematic analysis method.
The main themes were: Unpreparedness for a difficult birth process where fear, insecurity and lack of control were the focus of the narratives. Next came ,,The importance of support during the birthing process‘‘ where the women describe how important and often necessary they felt to receive support from health professionals and partners/family. The next theme deals with ,,How difficult it was to attend to the duties of motherhood after the operation‘‘ they said it due to immense pain, the use of pain medication and mental distress. The next theme comes the societal expectation that ,,Real women give birth vaginally‘‘ where the women report the feeling of having failed as women because they were unable to deliver their baby vaginally. The theme ,,Shattered expectations of the natural birth process‘‘ follows. The final theme deals with ,,The need for increased education and better supervision in the recovery process‘‘.
This study shows the need for open discussion about women's experiences following an emergency cesarean delivery. It is the role of parenting educators to care for and assist mothers while ensuring that parenting educators are aware of the effects that emergency caesarean births can have on mothers and motherhood. It should be the role of parenting educators to educate, open the discussion and deconstruct the stereotypes that exist in society.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
,,Er ég bara misheppnuð kona''_Hulda Sif Gunnarsdóttir.pdf | 1.04 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_HuldaSifGunnarsdottir.pdf | 180.95 kB | Lokaður | Yfirlýsing |