Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/48458
Mikil fólksfjölgun hefur átt sér stað á Íslandi á undanförnum árum og aldrei áður hafa verið fleiri börn af erlendum uppruna í grunnskólum landsins eins og í dag. Rannsóknir sýna að á Íslandi sé námsárangur og staða innflytjenda/nemenda með erlendan bakgrunn í stærðfræði slakari en árangur jafnaldra þeirra sem eru með íslensku sem móðurmál (Menntamálastofnun, 2023). Kunnátta og skilningur þeirra í íslensku sem og í móðurmálinu virðist ekki vera nóg til þess að það nýtist þeim í náminu (Elín Þöll Þórðardóttir, 2021). þar sem forsenda alls náms er góður grunnur í íslensku og það sama á við um stærðfræðina (Sigríður Ólafsdóttir o.fl., 2016) sem er oft á tíðum talin vera alþjóðlegt tungumál en er þó háð hverju og einu tungumáli. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að rannsaka námsstöðu þessara barna þegar kemur að stærðfræði ásamt því að skoða hver upplifun kennara sé gagnvart stærðfræðikennslu nemenda með erlendan bakgrunn. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og gögnum aflað í gegnum hálfstöðluð einstaklingsviðtöl við tvo umsjónarkennara sem kenna stærðfræði á unglingastigi. Meginniðurstöðurnar eru þær að það er mjög krefjandi fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku að sækja íslenska skóla og eru flestir nemendurnir töluvert á eftir jafnöldrum sínum þegar kemur að stærðfræðinni og eru þau flest að vinna samkvæmt einstaklingsnámskrá. Kennararnir eru þó tilbúnir að mæta þörfum þessara nemenda og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að það gangi upp en upplifun þeirra er sú að þeim finnst vanta meiri stuðning og utanumhald fyrir þennan hóp sem á það til að einangrast mikið og dragast aftur úr í náminu. Niðurstöðurnar sýna einnig að stærsti vandinn er fyrst og fremst skortur á heildstæðu námsefni fyrir nemendur af erlendum uppruna.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Nemendur af erlendum uppruna í stærðfræðikennslu.pdf | 461,74 kB | Locked Until...2025/05/22 | Complete Text | ||
Skemman_yfirlysing_NL.pdf | 163 kB | Locked | Declaration of Access |