Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48460
Stór kaflaskipti verða í lífi ungs fatlaðs fólks sem og ófatlaðra ungmenna við útskrift úr framhaldsskóla. Ófötluðum ungmennum standa ótal möguleikar til boða um áframhaldandi nám og sömuleiðis ýmis tækifæri á vinnumarkaði. Fötluð ungmenni upplifa hins vegar ekki sömu möguleika og frelsi þegar kemur að áframhaldandi námi eða möguleikum á vinnumarkaði. Með innleiðingu á Project SEARCH verkefninu er unnið að því að auka möguleika ungs fólks með þroskahömlun á vinnumarkaði. Við það að þjálfa færni þeirra, auka þekkingu og reynslu gefst þeim frekari tækifæri til þess að starfa á almennum vinnumarkaði. Þátttakendur fá greitt samkvæmt kjarasamningi og fá þá jafnframt þau skilaboð að þeirra sé þörf. Þar sem kynning á verkefninu hefur verið fremur takmörkuð og að mestu bundnar við húsakynni Ás styrktarfélags. Þá vildum við með þessu verkefni eiga möguleika á að ná til fleiri ungmenna og kynna verkefnið fyrir þeim. Innleiðing á verkefninu Project SEARCH á Íslandi hófst þegar Sigurbjörg Sverrisdóttir, þroskaþjálfi fór á ráðstefnuna Pacific Rim á Havaí, árið 2019 þar sem hún hlustaði á kynningu um Project SEARCH og hreifst hún strax af því. Sigurbjörg kom auga á möguleika á nota Project SEARCH á Íslandi sem hún taldi að myndi geta verið mikið og gott tækifæri fyrir ungt fólk með þroskahömlun á Íslandi. Ás styrktarfélag innleiddi svo verkefnið á Íslandi í september 2022, í sama mánuði hóf fyrsti starfshópurinn nám á Landsspítala Íslands (Þroskaþjálfinn, 2023).
Verkefnið er tvíþætt og skiptist annarsvegar í kynningarefni um Project SEARCH, þar sem höfundar munu skoða Project SEARCH og útbúa kynningarbækling fyrir útskriftarnema af starfsbrautum framhaldsskólanna á auðlesnu máli og hinsvegar fræðilega greinargerð um verkefnið.
Í greinargerðinni koma höfundar inn á hvernig atvinnumálum fatlaðs fólks er háttað á Íslandi í dag. Höfundar munu fjalla almennt um Project SEARCH, hvaðan það kemur, hvernig það er uppbyggt og fyrir hverja það gæti hentað. Við munum tengja samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, fræðileg hugtök og störf þroskaþjálfa við efnið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil - BA - ágústa og edda - lokaskil pdf.pdf | 328,45 kB | Lokaður til...02.05.2070 | Greinargerð | ||
kynningarbæklingur PS skil.pdf | 150,83 kB | Lokaður til...02.05.2070 | Fylgiskjöl | ||
yfirlýsing edda og agusta.jpeg | 224,99 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |