Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48471
Það að greinast með fæðuofnæmi getur haft gríðarleg áhrif á líf fólks. Fólk þarf að læra að forðast ofnæmisvaldinn algerlega sem hefur áhrif á skert úrval matar og oft upplifa einstaklingar með ofnæmi hræðslu. Slík hræðsla er ekki úr lausu lofti gripin enda oft um lífshættulegt ástand að ræða ef ofnæmiskast á sér stað. Þessi hræðsla herjar ekki eingöngu á einstaklinginn sjálfan sem greindur er með ofnæmið, heldur ekki síður á aðstandendur og umönnunaraðila hans. Erlendar rannsóknir sýna að um töluvert skert lífsgæði þessa hóps getur verið að ræða og algengi þunglyndis og kvíða er mælanlega meira meðal ungmenna innan þessa hóps miðað við jafnaldra sem ekki eru greindir með fæðuofnæmi.
Markmið þessa verkefnis er að safna gögnum um helstu áskoranir, venjur og lífsgæði einstaklinga sem greindir hafa verið með fæðuofnæmi með það fyrir augum að skoða hvort bæta megi lífsgæði þessara einstaklinga og einnig að þekkja þá þætti sem valda llífsgæðaskerðingu.
Aðferðin við verkefnavinnsluna er þríþætt. Fyrst er það að safna nytsamlegum upplýsingum úr ritrýndum, viðurkenndum heimildum um efnið og greina. Í öðru lagi er rýnt í samtöl við einstaklinga hérlendis sem glíma við fæðuofnæmi hver á sinn hátt og niðurstöður þeirra samtala bornar saman við þær sem erlendar greinar gefa til kynna. Þriðji þáttur verkefnisins er bæklingur sem hugsaður er sem hjálpartól til nýgreindra einstaklinga með fæðuofnæmi, til að sporna við þeim kvíða og hræðslutilfinningu sem getur þyrmt yfir einstaklinga sem eru að takast á við líf með fæðuofnæmi.
Verkefnið er framlag til þekkingarþróunar til stuðnings ört stækkandi hóps fólks með fæðuofnæmi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ingunn Lokaritgerð sniðmát.pdf | 290,2 kB | Lokaður til...28.02.2025 | Greinargerð | ||
Ingunn - bæklingur.pdf | 397,05 kB | Lokaður til...28.02.2025 | Viðauki | ||
Skemman_yfirlysing utfyllt.pdf | 199,81 kB | Lokaður | Yfirlýsing |