Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48473
Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-prófs í þroskaþjálfafræði á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands á vormisseri 2024. Verkefnið fjallar um fatlað fólk í listum og menningu. Ætlun höfundar var að kanna hvernig fatlað fólk hefur notað listsköpun til að vekja athygli á
mismunun og fordómum í sinn garð og komið af stað samfélagsbreytingum. Upplýsinga um efnið var aflað úr fræðilegum greinum, úr bókum, úr fréttum og af vefsíðum. Einnig var stuðst við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (2007), lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og lög um háskóla nr. 63/2006 við gerð verkefnisins. Umfjöllun um fatlað fólk í listum og menningu er þörf til að varpa ljósi á upplifanir þess og hvernig það hefur tekist á við mótlæti og undirokun með listsköpun. Rannsóknarspurning verkefnis er því: Hvernig hefur fatlað listafólk notað listsköpun til að vekja athygli á mismunun og fordómum og komið af stað samfélagsbreytingum? Helstu niðurstöður úr verkefninu eru að fötlunarlist, og list almennt, er sterkt afl til umbreytinga og má nota til að vekja upp spurningar eða trufla hugmyndir fólks um hvað telst eðlilegt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð EEV lokaskil.pdf | 387,41 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing Elisa.pdf | 79,23 kB | Lokaður | Yfirlýsing |