Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48476
Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvert viðhorf nemenda á miðstigi væri í garð yndislestrar og hvaða áhrif bókval gæti haft. Þá voru niðurstöður bornar saman við niðurstöður rannsókna á lestri nemenda á unglingastigi til að sjá hvort einhver breyting væri á viðhorfum eftir aldri. Með rannsókninni er hægt að sjá tengsl bókavals við viðhorf til yndislestrar og nýta þær upplýsingar til úrbóta. Það er mikilvægt að skoða þessi tengsl þannig að nemendur geti í raun og veru orðið sjálfstæðir lesendur og valið sér lesefni til bæði gagns og ánægju.
Í ljósi hnignandi árangurs íslenskra ungmenna í lestri hefur verið lögð áhersla á aukinn lestur í menntakerfinu til að sporna við þeirri þróun, en þar kemur yndislestur sterkur inn. Rannsóknin var framkvæmd skólaárið 2023-2024 og á það einnig við um úrvinnslu gagna. Hún var byggð á megindlegum rannsóknaraðferðum og fengu 143 nemendur úr fjórum þátttökuskólum, tveimur á landsbyggðinni og tveimur á höfuðborgarsvæðinu, í hendurnar spurningalista með fjölvals- og opnum spurningum. Rannsóknarspurningin er: Hver er upplifun nemenda í 6. bekk gagnvart yndislestri og gæti bókaval haft þar einhver áhrif? Helstu niðurstöður eru þær að meirihluti nemenda eða 57% (N= 143) þykir allt í lagi að lesa. Jafnframt sagðist helmingur þeirra eiga stundum auðvelt með að lesa en aftur á móti virtust þeir almennt ekki fá mikla aðstoð við bókaval.
The goal of this project is to shed light on the attitude of students at the middle school level towards leisure reading as well as finding out if book choice has an impact. The result was then compared to the result of students at the teenager level to see if there was any difference depending on age. With the result it’s possible to see the relationship between book choice and attitude towards leisure reading and use that information towards improvements. It’s important to examine this relationship so that students can truly become independent readers who are able to choose reading material for their benefit and pleasure.
In light of the declining reading status of the Icelandic youth, the education system has emphasized on increased reading to prevent that trend, that is where leisure reading can play a strong role. This research as well as data processing was conducted in the school year 2023-2024. It was built on quantitative research methods and involved 143 students from four participating schools, two from rural areas and two from the capital region, who received a questionnaire with multiple-choice questions and open questions. The research question was: What is the attitude of students at the middle school level towards reading for pleasure and could book choice have any impact? The main results were that the majority of students or 57% (S=143) considered reading to be alright. Half of them said that they found it easy to read, however they did not seem to receive much guidance when it came to choosing books.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
M.Ed.-HHB2203992579.pdf | 979.52 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing-2203992579.pdf | 534.67 kB | Lokaður | Yfirlýsing |