Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48477
Meginmarkmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á það hvernig starfsfólk í leikskóla styður við félagshæfni og vináttu barna í leik. Tilgangurinn er fyrst og fremst að kanna hvaða viðhorf þeir hafa til félagshæfni barna og í hvaða aðstæðum þeir telja að hægt sé að efla hana sem best. Leitað var svara við spurningunni: Hvernig styður starfsfólk í einum leikskóla við félagshæfni og vináttu barna í leik? Auk þess var kannað hvernig þeir styðja við samskipti barna, þar sem félagsleg samskipti stuðlar að vináttu og vellíðan barna. Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar byggir á þeim kenningum sem settar hafa verið fram um félagshæfni barna og einnig það nám sem á sér stað í gegnum leik. Rannsóknin fór fram í einum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Einn viðmælandi rannsóknarinnar var með uppeldis- og menntunarfræði, tveir menntaðir leikskólakennarar (báðir með viðbótarmenntun), einn þroskaþjálfi, einn grunnskólakennari og einn leiðbeinandi sem allir störfuðu á sömu deild í einum leikskóla. Rannsóknin var eigindleg og var gögnum safnað með einstaklingviðtölum við starfsfólk þar sem þeir lýstu þeim aðferðum sem þeir nýttu sér til þess að efla félagshæfni barna og hvernig þeir styðja við vináttu barna í leik. Þá voru einnig tekin rýnihópaviðtöl við sex börn þar sem þau lýstu því hvað þeim þætti skemmtilegast að gera í leikskólanum og hvernig stuðningur leikskólakennara birtist í starfinu. Einnig fólst gagnaöflun í myndbandsupptökum og vettvangsathugunum. Gögnum var safnað á tímabilinu nóvember 2023 til febrúar 2024. Niðurstöður benda til þess að viðmælendum þyki mikilvægt að efla jákvæð samskipti og að mikilvægt sé að vera til staðar fyrir börnin, sýna þeim virðingu og traust. Niðurstöður sýna að starfsfólkið telur sig nýta leik til þess að efla félagshæfni barna í leik og styðja þau við að leysa sjálf ágreiningsmál. Út frá þeim niðurstöðum má draga þá ályktun að starfsfólkið telji sig koma til móts við félagslegar þarfir barnanna í öllu starfi leikskólans. Viðmælendur virtust vera meðvitaðir um að hávaði og fjöldi barna hafi áhrif á félagshæfni barna í leik og töldu að minni hópar geti bætt gæði leiksins. Niðurstöður úr vettvangsathugunum og viðtölum við börnin sýna þó ekki alveg sömu mynd og niðurstöður úr viðtölum við starfsfólk deildarinnar. Af því má álykta svo að starfsfólk deildarinnar er ekki meðvitað um mikilvægi þess að veita stuðning í leik þó viðhorf þeirra hafi samt sem áður verið að efla félagshæfni barna, en þá er meginniðurstaðan sú að starfsfólkið er ekki meðvitað um mikilvægi þess að veita stuðning í leik barna.
The main goal of the study was to shed light on how the staff in one preschool supports children's sociability and friendship in play. The purpose was primarily to investigate what attitudes they have towards children's social skills and in which situations they believe that children's social skills can be best promoted. As well as exploring how they support children's communication, social interaction contributes to children's friendships and well-being. The theoretical background of the study is based on the theories that scholars have presented about children's social skills and the learning that takes place through play. The study was conducted in one preschool in the capital area. The interviewees in the study were one with a degree in pedagogy and education, two educated preschool teachers (both with additional education), one developmental therapist, one elementary school teacher and one supervisor who all work in the same department in one preschool. The research was qualitative, and data was collected through individual interviews with staff where they described the methods, they used to promote children's social skills and how they support children's friendships in play, also focus group interviews with six children where they described what they thought funniest things to do in the preschool and describe how the support of the preschool teachers is manifested in the work. Data collection also involved video recordings and field observations. The data was collected between November 2023 and February 2024. The results indicate that the interviewees think it is important to promote positive communication and that it is important to be there for the children, show them respect and trust. The results show that the staff believe they use play to improve children's sociability in play and support them in solving disputes themselves. Based on those results, it can be concluded that the staff believes that they meet the children's social needs in all the work of the preschool. The interviewees seemed to be aware that noise and the number of children affect the sociability of children in play and believed that smaller groups can improve the quality of play. However, the results from field observations and interviews with the children do not show quite the same picture as the results from interviews with the department's staff. From that it can be concluded that the department's staff are not aware of the importance of providing support in play, although their attitude was to promote children's social skills, but then the main conclusion is that the staff are not aware of the importance of providing support in play of children.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Afhverju má hann ekki vera með þér í leik - stuðningur leikskólakennara við félagshæfni og vináttu barna í leik - Lokaskil.pdf | 1.23 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Júlíana Rose - Skemma yfirlýsing.pdf | 151.66 kB | Lokaður | Yfirlýsing |