en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4848

Title: 
  • Title is in Icelandic Sameiginlegir áhættuþættir foreldra barna sem barnaverndarafskipti voru af í Fjarðabyggð árið 2009
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessarar rannsóknarritgerðar var að fá yfirsýn yfir þær tilkynningar sem bárust barnaverndarnefnd Fjarðabyggðar á árinu 2009 með áherslu á nokkra áhættuþætti misbrests í aðbúnaði barna. Foreldrum/forsjáraðilum ber skylda til þess að vernda barn/börn sín gegn líkamlegu og andlegu ofbeldi ásamt því að tryggja börnum sínum viðunandi uppeldisskilyrði. Vistfræðilíkan um fjögur meginsvið áhættuþátta var notað sem kenningalegur grunnur rannsóknarinnar en þau skiptast upp í einstaklingsþætti, fjölskylduþætti, samfélagsþætti og menningarlega þætti. Íslensk rannsókn á endurteknum misbresti í aðbúnaði barna sem byggir að nokkru leyti á sama grunni og þessi ritgerð er kynnt og farið er í saumana á íslenskri löggjöf er snertir barnavernd. Notast var við innihaldsgreiningu gagna við rannsókn ritgerðarinnar. Með henni var unnt að kóða fyrirliggjandi upplýsingar barnaverndarmála sem borist höfðu tiltekið ár og nýta við tölfræðilega úrvinnslu. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að af 61 máli sem var skoðað leiddu 39 til könnunar. Áhættuhegðun var grundvöllur 24 tilkynninga, vanræksla 18 tilkynninga og ofbeldi grundvöllur 19 tilkynninga. Hlutfallslega flestar tilkynningar áttu við um misbrest í aðbúnaði barna sem áttu sér stað inni á heimili barnsins eða 44% þeirra. Samkvæmt gögnunum virðast mæður vanrækja börn sín í meiri mæli en feður, en þær beittu börn sín síður ofbeldi. Ástæða er til þess að ætla að áhættuhegðun eigi eftir að aukast í framtíðinni í Fjarðabyggð sökum hærra hlutfalls ofbeldis gagnvart barni í sveitarfélaginu en á landsvísu. Ekki var hægt að kanna tengsl menntunarstigs og atvinnustöðu foreldra/forsjáraðila við safnflokka misbrests í aðbúnaði barna sökum ónógra skráðra upplýsinga um þessar breytur.

Accepted: 
  • May 3, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4848


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Bergdís Ýr Guðmunddóttir_Sameiginlegir áhættuþættir_2010.pdf3.05 MBOpenHeildartextiPDFView/Open