is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48483

Titill: 
  • Eins og púki með tvö horn: Ensk þýðing á skáldsögunni Hestvík eftir Gerði Kristnýju
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meistaraverkefni þetta er þýðing á skáldsögunni Hestvík (2016) eftir Gerði Kristnýju úr íslensku yfir á ensku. Þýðingunni fylgir ítarleg greinargerð sem fer yfir höfundarferil og höfundareinkenni Gerðar og rýnir í einkenni frumtextans, einkum hryllingsívaf og húmor verksins sem og mikilvægi sögusviðs. Hlutverk bústaða í bókmenntum er rætt með vísunum í rannsóknir bókmenntafræðingsins Ellen Rees á því sviði. Skáldsagan er skoðuð í samhengi við kenningar Noëls Carroll um hrollvekjuformið og blöndu hrollvekju og húmors, einkum hvernig þau einkenni bókarinnar mótuðu þýðingarstefnuna. Þýðingarstefnan er síðan skýrð út frá „skopos“ kenningu Hans J. Vermeers og textategundum Katharinu Reiss sem bæði hvetja til skapandi nálgunar í bókmenntaþýðingum. Rýnt er örlítið í norskar og danskar þýðingar Hestvíkur og þær bornar saman við frumtextann og tiltekna staði í enska marktexta verkefnisins. Helstu þýðingaráskoranirnar á borð við nöfn og örnefni, menningartilvísanir, orðaleiki og notkun ensku í frumtextanum eru rædd og hvernig þýðandinn tókst á við þær í samræmi við sína þýðingarstefnu. Þýðing orðaleikja er sett í samhengi við aðferðir Dirk Delabastita. Að lokum eru skoðuð málfræðileg og málvísindaleg sjónarmið þess að þýða úr íslensku og yfir á ensku og farið yfir samstarfið við höfundinn.

  • Útdráttur er á ensku

    This master’s thesis is an English translation of the Icelandic-language novel Hestvík (2016) by Gerður Kristný. The translation is accompanied by a detailed essay that begins by touching on Gerður’s literary output and authorial style. The essay then examines the key literary characteristics of the source text, particularly the elements of horror and humour present in the text, as well as the importance of the setting and the role of cabins in literature, with reference to the research of literary scholar Ellen Rees. Hestvík is analyzed in relation to philosopher Noël Carroll’s theories on the horror genre and the blending of horror and humour, and how these characteristics impacted the translation strategy. That strategy is reviewed with reference to the theoretical framework of “skopos” proposed by Hans J. Vermeer as well as Katharina Reiss’ text types, both of which encourage a creative approach to the translation of literary texts. The essay touches on the Norwegian and Danish translations of Hestvík and compares them to the source text as well as the English translation produced for this thesis project. The main translation challenges, including character and place names, cultural references, puns and wordplay, and the use of English in the Icelandic source text are discussed as well as how the translator addressed these challenges in line with the translation strategy. The translation of wordplay is placed in the context of Dirk Delabastita’s methods for translating puns. Finally, the essay reviews some grammar and linguistic considerations when translating from Icelandic to English as well as the translator’s collaboration with the author of the source text.

Samþykkt: 
  • 2.9.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48483


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jelena Ciric - Meistaraverkefni í þýðingafræði - Hestvík - ágúst 2024.pdf624,04 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Hestvík_The Lake_Jelena Ciric_Meistaraverkefni_2024.pdf666,19 kBLokaður til...31.12.2144HeildartextiPDF
Jelena Ćirić lokaverkefni yfirlýsing.pdf364,96 kBLokaður til...31.12.2144YfirlýsingPDF