Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48487
Í þessari ritgerð sem skrifuð er til BA gráðu í Félagsfræði við Háskóla Íslands verður fjallað um líkamsímynd kvenna í knattspyrnu og hvaða áhrif samfélagsmiðlar og fjölmiðlar geta haft á hana. Stuðst verður við félagsfræðilegar kenningar til að skoða viðfangsefnið. Í gegnum tíðina hafa konur orðið fyrir áhrifum af ákveðnum staðalímyndum um það hvernig er æskilegt að vera sem kona og hvað er samþykkt í samfélaginu. Samfélagsmiðlar og fjölmiðlar eru duglegir að ýta undir þá hugsun með fréttum og auglýsingum sem sýna þessi ímynd.
Farið verður út í kenningar sem tengjast viðfangsefninu, hvernig umfjöllun um kvenna og karlaknattspyrnu er háttað og áhrif samfélagsmiðla á einstaklinga. Þá verður einnig tekið fyrir kenningar á borð við félagslegan samanburð, hlutgervingarkenninguna og félagsmótunarkenninnguna. Líkamsímynd kvenna getur haft mikil áhrif á líðan einstaklings frá degi til dags. Hver og einn einstaklingur hefur líkamsímynd en líkamsímynd segir okkur til um það hvernig við upplifum líkama okkar. Samfélagsmiðlar og fjölmiðlar spila afar stórt hlutverk í lífi fólks nú til dags og koma áhrif þeirra við marga, sérstaklega þegar kemur að líkamsímynd. Miðlar gefa oft á tíðum óraunhæfa mynd af líkama og kröfur til þess hvaða útlit líkamans er ásættanlegt í samfélaginu. Einstaklingar fá því upplýsingar frá miðlum alls staðar frá um það hvernig þeir eigi að líta út.
Tilgangur ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvaða áhrif samfélagamiðlar og fjölmiðlar geti haft á líkamsímynd kvenna í knattspyrnu og hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér. Þetta viðfangsefni varð fyrir valinu þar sem höfundur er knattspyrnukona sem er að spila á hæsta stigi á Íslandi og fannst áhugavert að skoða hver áhrifin eru af samfélagsmiðlum á líkamsímynd kvenna og hvaða áhrif eða afleiðingar það getur haft í för með sér á einstaklinginn. Vegna þess að líkamsímynd getur oft á tíðum haft áhrif á hvernig einstaklingar upplifa sig og aðra.
Niðurstöður ritgerðarinnar gáfu til kynna að samfélagsmiðlar og fjölmiðlar hafa mikil áhrif á líkamsímynd kvenna í knattspyrnu, þá aðallega á matarvenjur sem geta leitt til óheilbrigðra matartengda sjúkdóma. Þessar niðurstöður gefa til kynna að það þarf að vera vitundarvakning í samfélaginu og aukin fræðsla og umfjöllun um þetta málefni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð-Helena Ósk.pdf | 637,67 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf | 178,11 kB | Lokaður | Yfirlýsing |