is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4849

Titill: 
  • Kynferðisleg misnotkun gegn barni. Afleiðingar fyrir barnið og aðstandendur þess
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A. prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hér verður fjallað um kynferðislega misnotkun gegn börnum, hverjar afleiðingarnar geta verið fyrir barn og aðstandendur þess. Rannsóknir sýna að barn sem beitt er kynferðislegri misnotkun getur þurft að glíma við afleiðingar misnotkunarinnar alla ævi. Rannsóknir sýna jafnframt hversu mikilvægt er að veita barni viðeigandi stuðning eins fljótt og unnt er eftir að upp hefur komist um misnotkunina. Foreldrar barna sem beitt hafa verið kynferðislegri misnotkun þarfnast einnig stuðnings, bæði til að takast á við það áfall sem slík upplifun er ásamt því að geta stutt við barnið sitt vegna afleiðinganna sem misnotkunin hefur í för með sér fyrir það. Börn geta þurft, strax eftir að misnotkunin á sér stað eða fyrst eftir að vitneskjan kemur upp á yfirborðið, að glíma við mis alvarleg vandamál eins og til dæmis vanlíðan af ýmsum toga, félagsleg vandamál, skömm og sjálfsvígshugsanir. Þetta eru oft nefnd skammtímaafleiðingar. Á fullorðinsárum þegar áhrifin hafa varað til langs tíma getur fólk enn glímt við mörg þessara vandamála auk annarra eins og lélega sjálfsmynd, sjálfsvígshegðun, sektarkennd, vanmátt ásamt ýmsum félagslegum vandamálum. Þá er talað um langtímaafleiðingar kynferðislegrar misnotkunar gegn börnum sem komið geta fram sé ekkert gert fyrir þolandann.
    Úrræði fyrir börn sem beitt hafa verið kynferðislegri misnotkun og aðstandendur þeirra er af skornum skammti á Íslandi. Hér á landi er í boði meðferð fyrir barn í tiltekinn tíma en engin meðferð er í boði fyrir aðstandendur þess á vegum hins opinbera. Hér er einungis um viðtalsmeðferð að ræða sem er frekar rýrt miðað við fjölbreyttari úrræði sem finnast erlendis, úrræði sem geta kannski hentað betur í ákveðnum tilfellum. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að ef foreldrum er veitt sú meðferð og aðstoð sem þeir þarfnast eru meiri líkur á að bæði þolandinn og aðstandendur nái betri tökum á lífinu á ný eftir slíka lífsreynslu. Ef fjölskylda barns fær öll viðeigandi meðferð geta áhrif frá samhjálp fjölskyldumeðlima verið jákvæður þáttur í bataferli, ekki bara barnsins heldur fjölskyldunnar allrar.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til janúar 2011
Samþykkt: 
  • 3.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4849


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA forsíða.pdf80.8 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
lokaeintak BA.pdf460.85 kBOpinnHeildartexti BAPDFSkoða/Opna