Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48490
Meistararitgerðin Af máli má manninn þekkja? fjallar um þörfina fyrir tungumálakennslu fyrir erlent starfsfólk í íslenskri ferðaþjónustu. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á mikilvægi tungumálakunnáttu í íslenskri ferðaþjónustu og þá sérstaklega enskrar tungu og nauðsyn þess að leggja áherslu á kennslu í íslensku og ensku sem mikilvægt menntaúrræði fyrir erlenda starfsmenn. Rannsóknin leitast við að svara spurningunni: Hver er þörf erlendra starfsmanna í ferðaþjónustu á námi í tungumálum? Rannsóknin skoðar hvernig fjöltyngi og fjölmenningarleg samskipti fléttast saman í hröðum vexti íslenskrar ferðaþjónustu. Hún kannar áhrif málfærni á rekstur og þjónustu í hinu alþjóðlega umhverfi, undirstrikar fjölgun erlendra starfsmanna í ferðaþjónustu á Íslandi og mikilvægi ensku sem snerti- og samskiptatungumáls.
Reynsla höfundar af ferðaþjónustu á Íslandi og erlendis veitir einnig sýn á hvernig tungumál og menning spila saman í daglegum rekstri og þjónustu við erlenda ferðamenn. Í niðurstöðukafla er greint frá fjórum þemum sem unnin voru úr viðtölum við 3 forstöðumenn stofnana tengdra ferðaþjónustu, 17 framkvæmdastjóra fyrirtækja og 40 erlenda starfsmenn. Þau eru:
• Fjölmenningarsamfélagið og áhrif þess
• Mikilvægi enskukunnáttu og notkun ensku
• Íslenskunotkun og aðgengi að íslenskukennslu
• Menntun og ráðning starfsfólks
Niðurstöður draga m.a. fram að þar sem enska er ráðandi í alþjóðlegum samskiptum er fjöltyngi leiðandi kostur og eftirsóknarvert í þessari atvinnugrein. Að tungumálakunnáttu slepptri er menntun og reynsla afar mikilvæg í ráðningarferlinu, meðan aldur og kyn virðast hafa minni áhrif. Erlendir starfsmenn í ferðaþjónustu á Íslandi koma frá fjölbreyttum menningarheimum og þeir eru yfirleitt vel menntaðir og fjöltyngdir sem eru verðmætir eiginleikar varðandi þjónustu við hina breiðu flóru viðskiptavina og hefur jákvæð áhrif á upplifun gesta. Margir hafa áhuga á að setjast að á Íslandi til langs tíma, sem er mikilvægt fyrir þróun vinnumarkaðarins.
Rannsóknin sýnir að þörf er á að bæta aðgengi að íslenskukennslu og þjálfun fyrir erlent starfsfólk og að tungumálakunnátta og menntun hafa mikla þýðingu fyrir persónulega og faglega þróun og inngildingu innflytjenda og fyrir samfélagið í heild.
The master's thesis You can tell a man by his speech? talks about the need for language teaching for foreign staff in the Icelandic tourism industry. The research seeks to answer the question: What is the need of foreign workers in the tourism industry for language learning? The study examines how multilingualism and multicultural communication intertwine in the rapid growth of Icelandic tourism. It examines the impact of language skills on operations and services in the international environment, underlines the increase in the number of foreign workers in Iceland and the importance of English as a contact language.
The author's experience with tourism in Iceland and abroad also provides a view of how language and culture play together in daily operations and services to foreign tourists. The results section reports on four themes that were developed from interviews with 3 directors of tourism-related organizations, 17 company managers and 40 foreign employees. They are:
• The multicultural society and its effects
• The importance of English skills and the use of English
• Use of Icelandic and access to Icelandic education
• Education and recruitment of staff
Since English is dominant in international communication, bilingualism is a leading advantage and desirable in this industry. Aside from language skills, education and experience are extremely important in the hiring process, while age and gender seem to have less influence. Foreign workers in the tourism industry in Iceland come from diverse cultures and they are usually well educated and multilingual, which are valuable qualities in terms of service to the wide variety of customers and have a positive effect on the visitor experience. Many of the foreign workers are interested in settling down in Iceland, which is important for the development of the labour market.
The study shows that there is a need to improve access to Icelandic teaching and training for foreign workers and that language skills and education are of great significance for the personal and professional development and inclusion of immigrants and for society.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
M.Ed. meistararitgerð 16. maí 2024.pdf | 1.15 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 214.02 kB | Lokaður | Yfirlýsing |