Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48493
Ef litið er til aukinna vinsælda súrdeigsbrauðs á undanförnum árum mætti ætla að það væri tiltölulega nýtt af nálinni. Svo er þó sannarlega ekki. Í þúsundir ára hefur mannfólkið bakað gyllt og loftmikið súrdeigsbrauð í nánu samstarfi við örverur súrdeigsins. Þetta lokaverkefni í hagnýtri þjóðfræði rannsakar samband súrdeigsbakara við súrdeigið sitt og merkingu þess í þeirra daglega lífi. Í rannsókninni eru dregnir fram þrír meginþræðir: viðspyrna, tími og tilfinningar. Varpað er ljósi á hvernig súrdeigsbakstur getur verið andsvar við ríkjandi gildum samfélagsins, leið til þess að endurtengjast náttúrunni og afbyggja hinn huglæga pýramída sem maðurinn telur sig tróna efst á. Rannsakað er hvernig ólíkar birtingarmyndir tímans fléttast saman í súrdeigsbakstri. Í gegnum hinn hringlaga og hæga tíma súrdeigsins geta bakarar skynjað tímann á annan veg og með reglulegum bakstri úr súrdeiginu geta þeir ferðast aftur í tímann, bæði sinn eigin og annarra. Þá verður greint frá því hvernig ólíkar tilfinningar samtvinnast við súrdeigið og baksturinn, allt frá tilfinningum sem bakarinn upplifir við baksturinn, til þess hvernig bakararnir tengjast öðru fólki í gegnum baksturinn og yfir í þau tilfinningatengsl sem bakarinn myndar við súrdeigið sjálft.
Given the increased popularity of sourdough in recent years, one might assume that sourdough is a relatively new invention. This is, however, not the case. For thousands of years, humans have baked airy and golden loaves of sourdough in collaboration with the microbes in the sourdough. This final thesis in applied ethnology explores the connection that sourdough bakers have with their sourdough and the significance it holds in their daily lives. The thesis highlights three main themes: resistance, time, and emotions. It shows how sourdough baking can serve as a counterbalance to prevailing societal values, as a means of reconnecting with nature, and to deconstruct the perceived hierarchical pyramid in which humans place themselves at the top. The thesis further explores how sourdough baking intertwines different perceptions of time. Through the cyclical and slow rhythm of sourdough, bakers can experience time differently and can metaphorically travel back in time—both their own and that of others, through baking regularly with sourdough. Additionally, the research examines how various emotions are intertwined with sourdough baking, ranging from the feelings bakers experience during the baking process to the connections they form with others through baking, and the emotional connections they develop with the sourdough itself.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
RMS-MA-Svolitill_hluti_af_mer.pdf | 33,17 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing - RMS:VTH.pdf | 245,25 kB | Lokaður | Yfirlýsing |