is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/485

Titill: 
  • Útgerðarfélag Akureyringa hf. : pakkningar og gæði þorskbita
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Lykilorð: Ferskfiskútflutningur, gæði, gæðastýring, gæðamat, pakkningar,
    endurnýting- og endurvinnsla pakkninga.
    Verkefnið er rannsóknarverkefni sem fjallar um pakkningar fyrir ferskan fisk
    (þorskhnakkabita), gæði, gæðastýringu, gæðamat, skipa- og flugflutninga og endurnýtingar-
    og endurvinnslukerfið í Bretlandi m.t.t. förgunarkostnaðar á pakkningar fyrir framleiðenda-
    og sölufyrirtækin. Verkefnið var unnið í samstarfi við ÚA hf.
    Það var skoðað í m.t.t.
    vinnslunnar hjá fyrirtækinu og flutnings á Humberside í Bretlandi. Rannsóknarspurningin var
    fjórþætt:1) Hver er framtíð frauðplastpakkninganna gagnvart nýjum pakkningum, þ.e.
    plast(tvöföld)-, plastkalk(einföld og tvöföld)-, og plasthúðuðum pappapakkningum (tvöföld)?
    M.t.t. einangrunargildis þeirra og áhrifa á gæði ferskfisks 2) Er nauðsynlegt að nota
    kolsýrusnjó
    + tvöfalda gelmottu í stað þess að nota einungis tvöfalda gelmottu/kælimottu? 3)
    Hversu vel þola pakkningarnar álagið í flutningum og hver er munurinn á milli flug- og
    skipaflutnings? 4) Hvaða áhrif hefur
    endurnýtingar- og endurvinnslukerfið í Bretlandi á
    förgunarkostnað pakkninga fyrir framleiðslu- og sölufyrirtækin?
    Rannsóknin byggðist þannig upp að fyrst var byrjað á því að fylgjast með
    flugsendingu frá ÚA hf til Humberside í Bretlandi. Hitasíritar fóru með sendingunni til þess
    að kanna einangrunargildi pakkninga og var þolálag líka metið. Í framhaldi af því var gerð
    tilraun á fjórum fyrrnefndum gerðum pakkninga. Til þess að kæla hráefnið niður var
    annarsvegar notast við kolsýrusnjó+tvöfalda gelmottu og hinsvegar aðeins tvöfalda gelmottu.
    Hráefnið var geymt í móttökukæli ÚA hf (1,0-7,2°C). Gert var gæðamat og fylgst með
    hitastigsbreytingum í umhverfinu og í pakkningunum með hitasíritum yfir 10 daga tímabil.
    Samhliða tilrauninni var gerð rannsókn á því hvernig skipa- og flugflutningum með ferskan
    fisk
    frá Íslandi til Humberside er stýrt. Og hvernig endurnýtingar- og endurvinnslukerfið í
    Bretlandi hefur áhrif kostnað framleiðslu- og sölufyrirtækjanna m.t.t.
    förgunarkostnaðar
    pakkninga.
    Helstu niðurstöður urðu þær að einangrunargildi frauðplastpakkninganna er betra en
    hinna við aðstæður þar sem að kæling verður fyrir truflunum. En hinar pakkningarnar koma
    annars vel mjög vel út og jafnvel betur er frauðplastið þegar ekki verður truflun á
    -viii-
    kælistýringunni. Hinsvegar var lítill sem enginn munur milli pakkninga varðandi
    einanrungargildi og gæða fiskbitanna að lokum (hráefni þá orðið 13-14 daga gamallt). Mestu
    skemmdareinkenni voru ekki farin að gera vart við sig fyrr fiskur var orðinn 10-12 daga
    gamall, þ.e. við þær aðstæður sem hann var geymdur. Þetta á við um allar pakkningarnar fyrir
    utan plastkalkpakkningarnar varðandi einangrunargildi þeirra en ekki gæði fiskbita sem kom
    álíka út. Einangrunargildi þeirra var hinsvegar lakara með kolsýrusnjó
    +
    tvöfaldri gelmottu
    (munaði 0,5+
    0,1 til 0,3°C). Ekki reyndist unnt að nota plastkalkpakkningarnar án kolsýrusnjó
    þar sem ekki fékkst nóg af þeim. Í ljós kom að með notkun kolsýrsnjós þá varð kælingin betri
    en að nota
    aðeins tvöfalda gelmottu
    (munaði ríflega 0,5°C). Lítil reynsla er komin á flestar
    nýju pakkninganna varðandi þolálag í flutningum. Hinsvegar hefur reynst nokkuð vel að nota
    plastpakkningarnar hjá Toppfiski hf og hafa þær fengið samþykki kaupenda í Bretlandi.
    Plasthúðuðu pappapakkningarnar voru settar í þróunar- og framleiðslubið vegna þess að
    milliborðið í þeim hefur tilhneigingu til að draga í sig raka, þar með geta þær auðveldlega
    drappast niður ef þær mýkjast. Meiri óvissa er með plastkalkpakkningarnar varðandi þolálag,
    en þeir hjá Samherja hf eru að fara að prófa þær innan örfárra vikna. Þeim er hinsvegar ætlað
    að þola 214 kg þunga. Munurinn á skipa- og flugflutningi er að skipaflutningur tekur lengri
    tíma en er hinsvegar ódýrari kostur. Það er brýn þörf á að þróa og nota einhverjar aðrar
    geymsluaðferðir en notaðar eru í dag og voru notaðar í tilrauninni, ef hráefnið á að geymast
    lengur í skipaflutningum. Varðandi endurnýtingarkostnað framleiðslu- og sölufyrirtækjanna
    þá er ódýrara eins og staðan er í Bretlandi í dag að nota plastpakkningarnar vegna endurgjalds
    fyrir endurvinnslu þeirra. Þar að auki þarf ekki að greiða aukagjöld vegna flutnings og
    urðunar ef endurvinnslufyrirtækið samþykkir að taka við þeim.

Samþykkt: 
  • 1.1.2004
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/485


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ua.pdf2.55 MBOpinnÚtgerðarfélag Akureyringa hf. - heildPDFSkoða/Opna