is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4850

Titill: 
 • Fléttuefnið úsnínsýra og frumusjálfsát
Titill: 
 • The lichen compound usnic acid and autophagy
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fléttuefnið úsnínsýra og frumusjálfsát.
  Inngangur: Fléttur eru samlífi sveppa og ljóstillifandi grænþörunga og/eða blábaktería. Fléttur framleiða mikið magn lífvirkra efna og er úsnínsýra eitt þeirra. Úsnínsýra hefur verið notuð í ýmsum tilgangi s.s. ilmvötn, snyrtivörur og fæðubótarefni. Fyrri rannsóknir hafa greint frá því að úsnínsýra veldur falli á himnuspennu hvatbera og hefur hemjandi áhrif á DNA nýmyndun auk þess sem hún hindrar vöxt krabbameinsfrumna. Sjálfsát frumna er neyðarferli frumu í orkuþurrð sem sér um niðurbrot gallaðra eða skaðlegra efna úr umfryminu ásamt því að hafa áhrif á efna- og orkuskipti. Breyting á magni p62 próteinsins er notað til að meta sjálfsát í frumum. Minnkað magn p62 bendir til niðurbrot próteinsins í sjálfsáti. mTOR tekur þátt í boðferlum frumunnar sem skynjar orkuástand frumunar sem miðlað er í gegn um AMPkinasa og stjórnar þannig sjálfsáti frumna. Fyrri rannsóknir sýna að úsnínsýra valdi sjálfsáti á mannafrumulínum og leiðir til virkjunar á AMPkinasa.
  Markmið: Var að skoða áhrif úsnínsýru á frumusjálfsát með því að athuga hvort niðurbrot yrði á p62 próteininu og hvort áhrif yrðu á mTOR boðleið.
  Efni og aðferðir: Skoðuð voru áhrif úsnínsýru á mTOR og magn p62 í sjálfsáti frumna á brjóstakrabbameinsfrumulínuna T47-D. Gerð var próteineinangrun úr frumunum sem voru meðhöndlaðar með úsnínsýru við mismunandi tímapunkta og í mismunandi styrk. Magn á fosfóruðu mTOR og p62 var metið með próteinrafdrætti (Western blettun).
  Niðurstöður: Magn p62 próteinsins jókst eftir 24 klst og 48 klst meðhöndlun með úsnínsýru en minnkaði eftir 72 klst meðhöndlun. Engin breyting varð á fosfóruðu mTOR eftir meðhöndlun með úsnínsýru eftir 24 klst en aftur var greinileg minnkun á fosfóruðu mTOR eftir 48 og 72 klst meðhöndlun.
  Umræður og ályktanir: Minnkun í p62 próteininu kom ekki fram fyrr en eftir 72 klst sem getur bent til að sjálfsát frumna fari seint af stað, eða að dregið hafi úr próteinframleiðslu í frumunni. Því er vert að skoða hvort úsnínsýra hafi áhrif á lysósómin í sjálfsátsbólunum en hugsanlegt er að það virki sem próteinskutla í þeim eins og hún gerir í hvatberum og komi þannig í veg fyrir meltingu í lýsósómunum. Einnig kom í ljós að mTOR minnkar sem getur leitt til minnkunar í sjálfsáti frumna, ásamt því að gefa vísbendingu um að AMPK virkist.

Samþykkt: 
 • 3.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4850


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fléttuefnið úsnínsýra og frumusjálfsát.pdf8.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna