Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48501
The status of English within the European Union in the aftermath of Brexit: Will Brexit weaken the status of English within the EU or strengthen its influence and power as a working language?
Þessi ritgerð sýnir ítarlega greiningu á núverandi stöðu enskrar tungu innan Evrópusambandsins (ESB) eftir brotthvarf Bretlands úr sambandinu, sem kallað hefur verið Brexit. Ritgerðin miðar að því að skilja núverandi landslag ensku innan Evrópusambandsins og hvaða áhrif eða afleiðingar Brexit hafði á stöðu ensku innan ESB og samfélaga þess. Mun Brexit draga úr eða styrkja stöðu ensku innan ESB, eða verður engin marktæk breyting? Það er meginspurningin sem leitast er við að svara. Ritgerðin hefst á úttekt á þeirri umræðu sem átt hefur sér stað um stöðu ensku innan ESB. Sú aðferð sem valin er felur í sér að greina fræðigreinar og nokkrar fræðibækur til að tryggja víðtæka sýn á viðfangsefnið. Vinnutilgátan er sú að enska haldi stöðu sinni innan ESB. Fjallað er um niðurstöður úttektarinnar og í framhaldi af því eru nokkur atriði skoðuð nánar. Fyrst er hugað að tungumálastefnu ESB og tengslum hennar við umræðuna um stöðu ensku innan sambandsins. Því næst eru skoðuð áhrif og mikilvægi hinnar miklu þýðingastarfsemi sem á stöðugt á sér stað innan stofnana ESB á stöðu ensku. Þá verður rýnt nánar í hvaða áhrif Brexit hefur haft á stöðu ensku innan ESB. Að lokum eru skoðuð tengsl stöðu og áhrifa ensku innan ESB og hins pólitíska raunveruleika sem ríkir þar. Lokaniðurstaðan er að vinnutilgáta ritgerðarinnar eigi við rök að styðjast og þau málefni og umræður sem skoðuð voru staðfesta að staða ensku innan sambandsins er enn sterk. Allt bendir til þess að enska verði áfram viðurkennd sem opinbert tungumál og vinnumál innan ESB og áhrif hennar gætu jafnvel aukist og staða hennar styrkst enn frekar með framtíðarstækkun ESB. Framtíðin er þó enn í óvissu og engin trygging fyrir því að núverandi væntingar um framtíðina muni rætast. Þar sem ekki er búist við neinum marktækum breytingum mun enska að öllum líkindum verða ríkjandi innan ESB um fyrirsjáanlega framtíð. Hvað varðar framtíðina er þó aðeins eitt öruggt: ESB mun þróast og breytast og það mun verða nauðsynlegt að aðlaga stöðu ensku innan sambandsins að breyttum aðstæðum í samræmi við það.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| yfirlýsing-Skemmuna.jpg | 898,06 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG | |
| Master Thesis in European Languages-History and culture-Valgerður Bjarnadóttir-190267-4319-sent Hugvisindad-5-9-24.pdf | 561,85 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |