Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/48508
Alheimsfaraldur Sars Covid-19 og þær forvarnaraðgerðir sem honum fylgdu hafði í för með sér breytingar á starfsháttum og hlutverki heilsugæsluhjúkrunarfræðinga á heimsvísu og hafði sú breyting í för með sér ógn við öryggi starfsmanna og skjólstæðinga. Til að tryggja öryggi í þessum aðstæðum var starfað eftir alþjóðlegum leiðbeiningum um starfshætti og beitt var ítrustu sóttvörnum.
Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvaða breytingar áttu sér stað í starfsháttum og hlutverki heilsugæsluhjúkrunarfræðinga í Covid og hvaða þættir voru til staðar í starfsumhverfi þeirra og persónulegum þáttum sem tryggðu öryggi í þeim aðstæðum.
Notað var megindlegt lýsandi ferlimatssnið sem gaf sveigjanleika í gagnasöfnun og möguleika á að nota ýmsar tegundir gagna ss. fréttapistla og upplýsingar af vefsíðum sem hentuðu rannsókninni. Mælitæki rannsóknarinnar var spurningalisti sem var þróaður af rannsakendum út frá rannsóknaspurningum. Þýði rannsóknarinnar var allir hjúkrunarfræðingar starfandi á heilsugæslustöðvum á Íslandi í mai 2024, alls 431. Úrtak var hentugleikaúrtak og voru þeir hjúkrunarfræðingar sem höfðu starfað á heilsugæslustöð í Covid alls 356 og þar af svöruðu 62 hjúkrunarfræðingar rannsókninni eða um 17%.
Niðurstöður sýna fram á að hlutverk íslenskrar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga í Covid breyttist í hlutverk framlínustarfsmanns og starfshættir breyttust þar sem dregið var úr hefðbundnum starfsháttum, einungis nauðsynlegri þjónustu var sinnt og ný verk tóku við. Þessi nýju verk voru móttaka skjólstæðinga með ítrustu sóttvörnum, sýnatökur, bólusetningar og fjarhjúkrun. Eftirfarandi þættir voru til staðar í starfsumhverfi sem tryggðu öryggi í nýju hlutverki og nýjum starfsháttum; Stofnanalegir þættir s.s aðgengi að sóttvarnabúnaði og viðeigandi hjúkrunarbúnaði; Stjórnunarlegir þættir eins og leiðbeiningar um starfshætti, upplýsingaflæði og áreiðanleiki upplýsinga frá stjórnvöldum og upplýsingafundir innan stofnunar. Leiðtogahæfni stjórnanda skipti máli þar sem hann tryggði öryggi og valdefldi sína starfsmenn; Persónulegir þættir s.s sveigjanleiki, þrautsegja og aðlögunarhæfni heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Í rannsókninni komu fram vísbendingar um ógnir við öryggi í starfsumhverfi íslenskra heilsugæsluhjúkrunarfræðinga í Covid sem mætti rannsaka frekar; 1. Ójöfn og ósanngjörn skipting mannauðs 2. Ójöfn og ósanngjörn skipting viðbótarlauna 3. Óviðunandi starfsaðstæður í sýnatökum.
Álykta má að sú breyting sem varð á hlutverki og starfsháttum heilsugæsluhjúkrunarfræðinga á Íslandi í Covid sé sambærileg við þær breytingar sem áttu sér stað hjá erlendum heilsugæsluhjúkrunarfræðingum í sambærilegum löndum. Rannsóknin veitir innsýn og þekkingu á störfum heilsugæsluhjúkrunarfræðinga í faraldrinum sem styrkir starf þeirra til framtíðar.
The global outbreak of Sars Covid-19 and the preventive measures that followed it led to changes in the practices and roles of healthcare nurses worldwide, and this change led to a threat to the safety of employees and clients. In order to ensure safety in this situation, international guidelines for work practices were followed and the most stringent quarantine measures were applied.
The purpose of this study was to shed light on what changes occurred in the practice and role of primary care nurses during Covid and what factors were present in their work environment and personal factors that ensured safety in that situation.
A quantitative descriptive process evaluation format was used, which gave flexibility in data collection and the possibility of using various types of data, e.g. newsletters and information from websites that were suitable for the study. The measuring instrument of the study was a questionnaire developed by the researchers based on the research questions. The population of the study was all nurses working at health centers in Iceland in May 2024, a total of 431 health care nurses. The sample was a convenience sample and there were 356 health care nurses who had worked at a health center during Covid, of which 62 responded to the study or about 17%.
Results indicate that the role of Icelandic health care nurses in Covid changed to the role of a front-line worker and practices changed as traditional practices were reduced, only essential services were provided and new tasks took over. These new tasks were reception of clients with strict quarantine, sampling, vaccinations and remote nursing. The following factors ensured safety in the work environment; Institutional factors such as access to anti-epidemic equipment and appropriate nursing equipment; Administrative aspects such as guidelines for practices, information flow and reliability of information from the government and briefings within an organization. The manager's leadership skills mattered as he ensured safety and empowered his employees; Personal factors such as flexibility, persistence and adaptability of health care nurses. In the study, there were indications of threats to safety in the working environment of Icelandic health care nurses in Covid, which could be investigated further; 1. Unequal and unfair distribution of human resources 2. Unequal and unfair distribution of additional wages 3. Unacceptable working conditions in sampling.
It can be concluded that the change that occurred in the role and practices of health care nurses in Iceland during Covid is comparable to the changes that took place among foreign health care nurses in similar countries. The study provides insight and knowledge into the work of health care nurses during the epidemic, which strengthens the work of health care nurses for the future.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Kvittun-í-Skemmu.pdf | 125.27 kB | Locked Until...2024/10/26 | Complete Text | ||
MS Verkefni Hulda Gestsdóttir.pdf | 2.47 MB | Locked | Declaration of Access |