is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48511

Titill: 
  • Þegar langvinn streita verður að kulnun: Rannsókn á upplifun einstaklinga af kulnun í daglegu lífi
  • Titill er á ensku When chronic stress becomes burnout: A study of individuals experiences of burnout in everyday life
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjallað verður ítarlega um streitu og kulnun og þætti sem þar tengjast. Það verða gerð skil á því hvaða þættir geta valdið kulnun í daglegu lífi, það er að segja streituvaldandi þættir, sem geta tengst ýmsu í umhverfi einstaklinga, jafnt starfsumhverfi sem og einkalífi. Þeir sem finna fyrir langvarandi streitu og lenda í kulnun missa yfirleitt getuna til að sinna starfi sínu og jafnvel tímabundið getu til að sinna verkefnum í daglegu lífi. Hvað geta einstaklingar gert til að takast á við þessa álagsþætti sem virðast smitast yfir á aðra þætti lífsins? Viðfangsefnið er þarft að skoða en mikil vitundarvakning hefur átt sér stað í íslensku samfélagi. Sífellt fleiri einstaklingar verða streitunni að bráð, lenda á vegg og þurfa að endurskipuleggja sig til þess að takast á við þá streituvalda sem verða á veginum. Kulnun í vinnu hefur verið töluvert rannsökuð hér á landi og gefa þær niðurstöður á að álag í starfi einstaklinga sé mikið, einnig bendir margt til þess að það sé að aukast. Samhliða auknu álagi í starfi eru einstaklingar farnir að upplifa kulnunareinkenni í daglegu lífi og jafnvel er togstreita á milli þessara hlutverka að spila þar inn í. Farið verður yfir helstu félagsfræðilegar kenningar um streitu og kulnun sem voru grundvöllur rannsóknarinnar. Síðan verður kenningum beitt á reynslusögur og skoðað hvernig einstaklingar nýta sér reynslu sína til að byggja sig upp að nýju og hvaða bjargráð þeir nýttu til þess að mæta streitu í daglegu lífi á ný. Reynslusögurnar voru birtar í bókum Sirrýjar Arnardóttur. Nokkur þemu birtust í reynslusögunum og fjallað verður ítarlega um þau í niðurstöðum. Benda niðurstöðurnar til þess að margt sé sameiginlegt hjá þeim einstaklingum sem glímdu við streitu í tengslum við þá þætti sem hafa áhrif á kulnun. Einnig áttu einstaklingarnir margt sameiginlegt áður en þeir urðu örmagna og lentu í kulnun og í bataferlinu þar sem þeir þurftu að setja sjálfa sig í forgang og finna sjálfa sig að nýju með því að sinna grunnþörfunum sem þeir höfðu áður látið mæta afgangi.
    Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta einnig að tengsl séu milli andlegrar líðanar og líkamlegrar. Ef þú virðir ekki varnarmerki líkamans og þolmörk hans þá mun hann samt sem áður taka af skarið og verða til þess að einn daginn þá kemstu ekki fram úr rúminu, fallið verður meira fyrir vikið, í því meiri afneitun sem þú ert og ferð áfram á hnefanum.
    Orsök streitu getur verið langvarandi álag og töldu viðmælendur Sirrýjar í fyrstu að vinnustreita væri afleiðing kulnunar en einnig uppsöfnuð áföll sem einstaklingurinn hefur ekki unnið úr. En eftir að hafa unnið mikla sjálfsvinnu kom í ljós að álag og áföll í einkalífi var líklega það sem fyllti mælinn, leiddi til örmögnunar og síðan kulnunar hjá þeim einstaklingum sem tengdu vinnuna sjálfa ekki orsökina.
    Lykilorð: Streita, streituvaldar, kulnun, áföll, félagslegar þarfir, andlegir og líkamlegir þættir tengdir streitu.

  • Útdráttur er á ensku

    This is the author’s final paper for MA degree in sociology at the University of Iceland. The objective of this study was to examine stress, burnout, and related factors in detail. The causes of burnout in everyday life, such as stressful factors related to work environment and personal life, are examined. People who experience chronic stress to the point of burnout, lose their ability to perform at work and they even temporarily lose the ability to take care of day-to-day tasks. What can individuals do to deal with these stress factors that seem to accumulate until they spill over into other aspects of life? Is it the foundation of individuals, the self, which is not sufficiently prepared for life’s trials? Awareness in Icelandic society makes this is an important topic. More and more people fall victim to stress, hit a wall and must rebuild themselves to be able to deal with upcoming stressors. Burnout at work has been studied quite a bit in Iceland and the results indicate high, even increasingly high, levels of stress in the work environment. Along with increased work pressure individuals have begun to experience burnout symptoms in their daily lives and even some tension between those two roles. This is a qualitative research and the main focus is on the theories of stress and burnout by different scholars and how they can be connected with people’s experience stories in Sirrý Arnardóttir’s books. They were thematically analysed, several themes were found, based on the experience stories, which will be discussed in detail.
    The main objective of the study is to express individual experiences of burnout in daily life and review how those individuals used it to rebuild themselves as well as looking at the strategies they used to cope with stress in everyday life. The results indicate that the individuals who were dealing with burnout had many stress factors in common.They show that people have many things in common leading up to burnout, as well as durin

Samþykkt: 
  • 4.9.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48511


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð 3.9 SKIL.pdf1.65 MBLokaður til...26.10.2024HeildartextiPDF
Yfirlýsing_SAÓ.jpg803.34 kBLokaðurYfirlýsingJPG