Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48535
Síðan á fyrstu áratugum 20. aldar hefur frægt fólk, eða stjörnur, verið almenningi hugleikið. Áhugi á einkalífi fræga fólksins hefur aukist mjög og gert það að verkum að nýtt fræðasvið varð til, frægðarfræði (e. star studies). Frægðarfræðin skoða hvað gerir manneskju að stjörnu og hvernig aðdáendur og almenningur bregst við stjörnunni. Í ritgerð þessari er umfjöllunarefnið ímyndarsaga, sjálfsævisögulegir textar og samsömun aðdáenda með tónlistarkonunni Taylor Swift. Hér verður farið yfir grunnatriði í frægðarfræði s.s. hvaða skilyrði þarf að vera uppfylla svo stjarna geti orðið til, hvað felst í stjörnuímynd og hvernig stjörnuímynd Swift er byggð upp. Skoðað verður hvort og hvernig ímynd stjörnunnar hefur þróast frá upphafi ferils hennar og hvort sjá megi samsvörun á milli ímyndar og lagatexta Swift sem eru sjálfsævisögulegir. Auk þess eru samsömunarkenningar skoðaðar og þær bornar saman við aðdáendahóp Swift, þá sérstaklega með tilliti til klofnings sem myndast hefur í aðdáendahópnum í svokallaða „Gaylors” og „Hetlors,” eftir skoðunum fólks á kynhneigð stjörnunnar. Margir hinsegin aðdáendur stjörnunnar eru á því máli að Swift sé hinsegin m.a. vegna myndmáls, tákna, minna og þema sem birtast í textum hennar. Því verða textar stjörnunnar einnig skoðaðir með þá túlkun í huga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_JanaBjorg.pdf | 560,94 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing Jana.pdf | 1,03 MB | Lokaður | Yfirlýsing |