Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48548
Tileinkun annars máls er flókið ferli sem hefur verið rannsakað út frá ýmsum sjónarmiðum. Í þessari ritgerð verður fjallað um móðurmál, sjálf, máltileinkun og sjálfsupplifun á öðru máli. Farið verður yfir fræðilegan bakgrunn máltileinkunar þar sem helstu kenningar verða skoðaðar ásamt því að mismunandi skilgreiningar á tvítyngi verða ræddar í stuttu máli. Þá verður greint frá rannsóknum Jean-Marc Dewaele sem liggja til grundvallar rannsóknarinnar sem ritgerð þessi byggir á.
Í rannsóknarverkefninu var unnið út frá fyrirbærafræðilegu sjónarhorni. Meginmarkmið var að athuga hvort einstaklingar sem tileinka sér íslensku sem annað mál upplifi sig stundum „öðruvísi“ þegar þeir tala íslensku. Þátttakendur rannsóknarinnar voru sjö einstaklingar sem nota íslensku í daglegu lífi en hafa hana ekki að móðurmáli. Skoðað var hvaða þættir kynnu að hafa áhrif á sjálfsupplifun þeirra í samskiptum við íslenskumælendur. Gagna var aflað með spurningakönnun og einstaklingsviðtölum sem greind voru með þemagreiningu.
Niðurstöður rannsóknarinnar reyndust vera í samræmi við fyrirliggjandi rannsóknarniðurstöður Dewaele, þ.e.a.s. að um tveir þriðju þátttakenda sögðust stundum upplifa sig öðruvísi þegar þeir skipta á milli tungumála. Könnunin staðfesti jafnframt að ástæðurnar sem liggja þar að baki séu bæði persónubundnar og margvíslegar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sanna Elísabetardóttir - Lokaritgerð.pdf | 602.58 kB | Lokaður til...26.10.2024 | Heildartexti | ||
IMG_20240909_055357.jpg | 2.2 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |