en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4855

Title: 
 • Title is in Icelandic Geðlyfjanotkun fyrir og eftir bankahrun á Íslandi og fylgni við atvinnuleysi
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Rannsóknir hafa sýnt að efnahagsþrengingar þjóða leiði til aukins algengis geðraskana, sérstaklega meðal þeirra sem atvinnulausir eru og hjá þeim sem standa höllum fæti félagslega og fjárhagslega. Í byrjun október 2008 féllu þrír stærstu bankar Íslands. Í kjölfarið hefur efnahagsástandið hér á landi tekið stakkaskiptum og atvinnuleysi aukist hratt. Ljóst er að efnahagshrunið hefur valdið töluverðu áfalli fyrir íslensku þjóðina og búast má við afleiðingum á geðheilsu einstaklinga. Hugsanlegt er að áfall sem þetta endurspeglist í breyttri lyfjanotkun, sérstaklega notkun geðlyfja.
  Í þessari rannsókn er ætlunin að kanna hvort geðlyfjanotkun í aldurshópnum 0-69 ára hafi aukist á Íslandi í kjölfar bankahrunsins. Jafnframt verður skoðuð fylgni milli atvinnuleysis og geðlyfjanotkunar.
  Íhlutunartímaraðagreining var gerð með fjölbreytu aðhvarfsgreiningu á gögnum úr lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins á mánaðarfresti. Algengi og nýgengi róandi og kvíðastillandi lyfja (N05B), svefnlyfja og róandi lyfja (N05C) og þunglyndislyfja (N06A) var mælt. Notkun HMG CoA redúktasa helma (C10AA) var notað sem viðmið í rannsókninni. Lyfjanotkun fyrir og eftir bankahrunið var einnig rannsökuð eftir kyni og búsetu. Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að greina tengsl lyfjanotkunar við atvinnuleysi.
  Ekki varð mikil aukning í notkun geðlyfja eftir bankahrunið. Skyndileg aukning virðist hafa orðið í notkun róandi og kvíðastillandi lyfja hjá karlmönnum og íbúum þéttbýlis við bankahrunið. Þessarar aukningar var einungis vart í stuttan tíma eftir hrun.
  Rannsaka þyrfti áhrif hrunsins á geðheilsu þjóðarinnar þegar lengri tími er liðinn þar sem áhrif kreppunnar koma líklega hægt fram. Jafnframt þyrfti að skoða áhrifin í víðtækara samhengi hvað varðar heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Accepted: 
 • May 3, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4855


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MS-ritgerð-Áslaug.pdf1.57 MBLockedHeildartextiPDF