is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4855

Titill: 
 • Geðlyfjanotkun fyrir og eftir bankahrun á Íslandi og fylgni við atvinnuleysi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknir hafa sýnt að efnahagsþrengingar þjóða leiði til aukins algengis geðraskana, sérstaklega meðal þeirra sem atvinnulausir eru og hjá þeim sem standa höllum fæti félagslega og fjárhagslega. Í byrjun október 2008 féllu þrír stærstu bankar Íslands. Í kjölfarið hefur efnahagsástandið hér á landi tekið stakkaskiptum og atvinnuleysi aukist hratt. Ljóst er að efnahagshrunið hefur valdið töluverðu áfalli fyrir íslensku þjóðina og búast má við afleiðingum á geðheilsu einstaklinga. Hugsanlegt er að áfall sem þetta endurspeglist í breyttri lyfjanotkun, sérstaklega notkun geðlyfja.
  Í þessari rannsókn er ætlunin að kanna hvort geðlyfjanotkun í aldurshópnum 0-69 ára hafi aukist á Íslandi í kjölfar bankahrunsins. Jafnframt verður skoðuð fylgni milli atvinnuleysis og geðlyfjanotkunar.
  Íhlutunartímaraðagreining var gerð með fjölbreytu aðhvarfsgreiningu á gögnum úr lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins á mánaðarfresti. Algengi og nýgengi róandi og kvíðastillandi lyfja (N05B), svefnlyfja og róandi lyfja (N05C) og þunglyndislyfja (N06A) var mælt. Notkun HMG CoA redúktasa helma (C10AA) var notað sem viðmið í rannsókninni. Lyfjanotkun fyrir og eftir bankahrunið var einnig rannsökuð eftir kyni og búsetu. Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að greina tengsl lyfjanotkunar við atvinnuleysi.
  Ekki varð mikil aukning í notkun geðlyfja eftir bankahrunið. Skyndileg aukning virðist hafa orðið í notkun róandi og kvíðastillandi lyfja hjá karlmönnum og íbúum þéttbýlis við bankahrunið. Þessarar aukningar var einungis vart í stuttan tíma eftir hrun.
  Rannsaka þyrfti áhrif hrunsins á geðheilsu þjóðarinnar þegar lengri tími er liðinn þar sem áhrif kreppunnar koma líklega hægt fram. Jafnframt þyrfti að skoða áhrifin í víðtækara samhengi hvað varðar heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Samþykkt: 
 • 3.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4855


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-ritgerð-Áslaug.pdf1.57 MBLokaðurHeildartextiPDF