Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4856
Ritgerð þessi fjallar um mögulega áhrifaþætti atvinnuleysis á foreldrahlutverk í ljósi efnahagshrunsins haustið 2008 og mikillar fjölgunar í hópi atvinnulausra í kjölfarið. Leitast verður eftir að svara rannsóknarspurningunni hver eru áhrif atvinnuleysis á foreldrahlutverk með því að skilgreina hugtökin atvinnuleysi og foreldrahlutverk. Gerð verður grein fyrir nýlegum gögnum Reykjavíkurborgar og Vinnumálastofnunar um fjölda atvinnulausa foreldra og hve mörg börn þau eiga. Auk þess verður fjallað um niðurstöður nýlegra rannsókna á högum barna á Íslandi. Niðurstöður ritgerðarinnar voru þær að veruleg fjölgun hefur orðið á atvinnulausum foreldrum frá því að kreppan hófst. Atvinnuleysi hefur jákvæð áhrif á suma foreldra, svo sem aukinn tími til að sinna foreldrahlutverkinu og breytta forgangsröðun þar sem efnisleg gæði skipta minna máli. Neikvæð áhrif atvinnuleysis eru einkum á fjárhagsstöðu og lífsgæði, athafnaþörf og virkni, metorð, sjálfstraust og félags- og fjölskyldutengsl. Ef marka má reynslu Finna þarf þó að auka áherslu á velferð foreldra og barna til að koma í veg fyrir langvarandi afleiðingar atvinnuleysis. Stjórnvöld hafa brugðist við afleiðingum kreppunnar að einhverju leyti en betur mætti huga að fyrirbyggjandi aðgerðum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
b.a.ahrif%20atvinnuleysis.pdf | 1.17 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |