Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48560
Þessi ritgerð er lögð fram til M.A.-prófs í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu á Hugvísindasviði við Háskóla Íslands. Hugmyndin að þessu ritgerðarefni er að tvinna saman þekkingu mína úr námi í arkitektúr og því námsefni sem ég hef lært við hagnýta ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands. Sameiginlegi þáttur þessara tveggja greina eru útgefnir prentgripir um byggingalist. Tilgangur verkefnisins er því að athuga nánar þau einkenni sem þarf að hafa í huga við ritstýringu bókmennta um byggingalist. Til þess að skoða þau einkenni betur var litið til sögu slíkra ritverka frá fornritum að þeim samtímaverkum sem við þekkjum betur í dag og svo sett í samhengi við íslenska útgáfu. Sömuleiðis var stuðst við efni námskeiða við hagnýta ritstjórn og útgáfu þegar kemur að hönnunarákvörðunum og ritstjórnarstefnu bókanna. Sögur arkitektanna sem hafa mótað okkar umhverfi á Íslandi er enn þann dag í dag að miklu leyti ósögð og er því efni þessarar ritgerðar að komast að því hvað getur gert þær sögur aðgengilegri almenningi. Niðurstaða þessarar greiningar var að hönnun og ritstýring prentverka um byggingalist þarf að tvinna saman tvo megin þætti. Annars vegar að efni þeirra skili sér skýrt bæði til fagfólks innan arkitektúr stéttarinnar sem og til annarra lesenda utan faggreinarinnar. Hins vegar mikilvægi þess að miðla sögu bygginga til þess að varðveita mikilvægar upplýsingar, veita innblástur og gefa byggingunum rödd.
This thesis is submitted for an M.A. degree in Practical Editorship and Publishing at the Faculty of Humanities at the University of Iceland. The inspiration of this thesis material comes from combining my previous studies in architecture and the material I have learned in Practical Editorship and Publishing at the University of Iceland. The common feature of these two subjects is published works on architecture and architectural art. The purpose of this thesis is to examine the characteristics that need to be taken into account when designing, writing and editing books about architecture. To examine these characteristics more closely, the history of published books on architecture was reviewed from ancient manuscripts to contemporary books and then put in context with Icelandic publications. The material of courses in Practical Editorship and Publishing was also used when reviewing design decisions and the editorial policy of the books. The stories of architects that have shaped our environment in Iceland are still predominantly untold to this day and therefore the subject of this thesis is to find out what can make those stories more accessible to the public. The conclusion of this analysis was that the design of published books on architecture need to combine two main factors. The first element is that their content needs to be relevant to professionals within the architecture profession as well as to other readers outside the field. The second component is the importance of publishing the history of buildings in order to preserve important information. With those factors in mind the books can both inspire readers and give the buildings a voice.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman_yfirlysingMGH.pdf | 174,73 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
MGH-Meistara-ritgerd2024.pdf | 7,71 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |