is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48572

Titill: 
  • ,,Gagnsæi er grunnur að betra trausti“ - Er launagagnsæi handan við hornið?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Laun hafa alltaf verið álitin einkamál á Íslandi og jafnvel forboðið umræðuefni. Það er að taka breytingum og samanburður á launum fer fram inn á vinnustöðum, sérstaklega hjá þeim yngstu á vinnumarkaði en bann við launaleynd var fært í íslensk lög árið 2008. Yngri kynslóðir eru að færa til hefðir og venjur með ákall eftir heiðarleika og sanngirni sem aðeins fæst með gagnsæi.
    Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við sjö mannauðsstjóra í íslenskum fyrirtækjum með það markmið að rýna hvaða áhrif ný Evróputilskipun um launagagnsæi sem fór í gegnum Evrópuþingið árið 2023 kemur til með að hafa á íslenskan vinnumarkað ásamt því að rýna í viðhorf mannauðsstjóra í íslenskum fyrirtækjum til aukins launagagnsæis. Í dag er ekki vitað hvort að ný Evróputilskipun verði innleidd inn í íslenska löggjöf en ætla má að einhver verða áhrif hennar hvort sem það er með beinum eða óbeinum hætti.
    Niðurstöður rannsóknar benda til þess að íslensk fyrirtæki ættu að vera nokkuð vel undirbúin undir aukið launagagnsæi vegna jafnlaunavottunar. Allir viðmælendur eru með virkt jafnlaunakerfi en allar launaákvarðanir eru teknar innan þess og viðmið skýr, sem starfsfólk hefur hins vegar ekki aðgang að. Það kann þó að vera að breytast ef aukið verði aðgengi starfsfólks að upplýsingum um þau viðmið sem eru á bak við laun og launaþróun eins og ný Evróputilskipun er að boða. Það var helst tvennt sem mannauðsstjórarnir sáu fyrir sér að yrðu áskoranir með þessari þróun, annars vegar tíðari og beinskeyttari samtöl við starfsfólk um frammistöðu, og viðbrögð eldri kynslóða ef laun fara að vera rædd meira opið. Mannauðsstjórarnir hafa almennt jákvætt viðhorf til aukins gagnsæis í kringum launasetningu en launagagnsæi felur ekki í sér að laun allra séu aðgengileg. Jafnframt kom fram að það geti jafnvel aukið á traust til fyrirtækis. Atvinnurekendur ættu að líta á tilganginn með auknu launagagnsæi sem leið til þess að byggja upp og viðhalda trausti starfsfólks að verið sé að greiða sanngjörn laun en ekki sem lögbundin krafa sem þeir þurfi að uppfylla. Þannig verður ávinningurinn meiri.

Samþykkt: 
  • 10.9.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48572


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlýsing HLJ.pdf771,09 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Skemman_lokaeintak_231024.pdf1,52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna