Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48574
Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í upplifun starfsfólks í vaktavinnu hjá hinu opinbera til styttingar vinnuvikunnar út frá sjónarhorni breytingastjórnunar. Stuðst var við eigindlega rannsóknaraðferð með það að markmiði að fá dýpri innsýn í upplifun og viðhorf einstaklinga í vaktavinnu hjá hinu opinbera. Tekin voru hálfopin viðtöl við tíu einstaklinga í vaktavinnu hjá hinu opinbera og var rannsóknin unnin í anda grundaðra kenninga. Þá var leitast við að máta niðurstöður rannsóknarinnar við átta þrepa breytingalíkan John P. Kotter og áttavita Sergio Fernandez og Hal G. Rainey um breytingar.
Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: „Hvert er viðhorf starfsmanna í vaktavinnu á hinum opinbera vinnumarkaði til innleiðingar styttingar vinnuvikunnar?“ og „Hver er upplifun starfsfólks í vaktavinnu á hinum opinbera vinnumarkaði á styttingu vinnuvikunar með tilliti til kosta og galla?“
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að innleiðing styttingar vinnuvikunnar hjá starfsfólki í vaktavinnu hjá hinu opinbera samræmist að litlum hluta kenningum breytingastjórnunar. Þá er langt í land með að markmiðum styttingar vinnuvikunnar sé náð. Til að stuðla að árangursríkri innleiðingu á kerfisbreytingum er mikilvægt að tryggja að starfsmenn skilji þörfina á fyrirhuguðum breytingum. Þá er mikilvægt að setja saman hóp fólks, sem býr yfir viðunandi hæfni, og fer fyrir breytingunum. Skýr framtíðarsýn er nauðsynleg svo starfsfólk skilji þörfina fyrir ákveðnum breytingum. Miðla þarf upplýsingum til starfsfólk á frumlegan og fjölbreyttan hátt og jafnframt gera starfsfólki kleift að vera virkir þátttakendur í breytingaferlinu. Þá spila áfangasigrar stórt hlutverk í breytingaferlinu svo starfsfólk upplifi að val þeirra og gjörðir séu metin að verðleikum. Að lokum er mikilvægt að halda fast í hið nýja þar til hinn nýji veruleiki er orðinn samþættur í vinnustaðamenninguna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
b47895c4-ed9e-4ac6-b847-274c6b678301.jpeg | 86,73 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG | |
MS-ritgerð - LDT - Stytting vinnuvikunnar. Upplifun vaktavinnufólks hjá ríki og sveitarfélögum á styttingu vinnuvikunnar.pdf | 1,4 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |