is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48575

Titill: 
  • Er fjármálakennsla að skila tilætluðum árangri í fjármálalæsi? Fjármálalæsi í 10. bekk
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eftir efnahagshrunið árið 2008 fóru margar þjóðir að auka og bæta aðgerðir innanlands til að bæta fjármálalæsi einstaklinga, og þá einna helst ungmenna. Ísland var ekki frábrugðið þessum þjóðum og átti sér stað vitundarvakning eftir hrunið 2008. Fjármálaáætlun ríkisins hefur talað um aukið fjármálalæsi unglinga margoft frá hruni. Einnig hafa nefndir og stýrihópar verið skipaðir allir með því markmiði að kanna og bæta fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum. Þrátt fyrir allar þessar aðgerðir er staðan á fjármálalæsi meðal nemenda enn óljós þar sem málefnið hefur lítið sem ekkert verið rannsakað síðan 2016. Hvorki staða fjármálalæsis nemenda né staða fjármálakennslu í skólunum.
    Markmið þessarar rannsóknar er að kanna tengsl fjármálakennslu og fjármálalæsi nemenda í 10. bekk grunnskóla á Íslandi. Rannsóknarspurningarnar snúa að því hvort kennslan sé að skila árangri í fjármálalæsi, hvort hún hafi misjöfn áhrif á kynin og hvort áhugi nemenda á fjármálum útskýri að einhverju leiti mismun kynjanna þegar kemur að fjármálalæsi.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að áhrif kennslunnar eru mjög lítil og ekki í samræmi við þá vitundarvakningu sem hefur átt sér stað. Ekki nóg með það heldur gáfu niðurstöður þessarar rannsóknar til kynna að tengsl fjármálakennslu og fjármálaþekkingu nemenda væru neikvæð. Við nánari skoðun á niðurstöðum virðast stelpur sýna meiri bætingu í fjármálalæsi en strákar eftir að hafa fengið kennslu í skólanum. Strákar hafa að jafnaði töluvert meiri fjármálaþekkingu fyrir kennsluna og þrátt fyrir að stelpur bæti sig meira við kennsluna, er það ekki nóg til að loka bilinu milli kynjanna.

Samþykkt: 
  • 10.9.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48575


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er fjármálakennsla að skila tilætluðum árangri í fjármálalæsi - Tómas P.pdf2,26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna - Tómas P..pdf46,42 kBLokaðurYfirlýsingPDF