en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/48576

Title: 
  • Title is in Icelandic ,,Ég sé ekki tilganginn í því að fórna mínum frítíma fyrir vinnuna..‘‘ Kynslóðamunur þegar kemur að viðhorfi íslenskra flugumferðarstjóra til aukavinnu og yfirvinnu
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Rannsóknin fjallar um viðhorf flugumferðarstjóra til yfirvinnu og aukavinnu með sérstakri áherslu á kynslóðamun. Þegar að koma að greiningu viðtala, leiddi það í ljós að skýr kynslóðamunur er til staðar þegar kemur að því hvernig flugumferðarstjórar nálgast yfirvinnu og aukavinnu. Eldri kynslóðir, eins og X-kynslóðin, sýna meiri skuldbindingu gagnvart starfinu og samstarfsfólki. Þeir líta á yfirvinnu sem hluta af ábyrgð sinni og eru tilbúnir að taka á sig aukavinnu til að mæta kröfum vinnunnar, sérstaklega á álagstímum eins og yfir sumartímann. Á hinn bóginn leggja yngri kynslóðir, eins og Z-kynslóðin og þúsundaldarkynslóðin, meiri áherslu á jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Þeir forðast aukavinnu nema það sé nauðsynlegt og vilja verja persónulegum tíma sínum til að viðhalda heilsu og líðan. Niðurstöðurnar sýna einnig að eldri starfsmenn hafa þróað aðferðir til að takast á við álagið sem fylgir aukavinnu, á meðan yngri starfsmenn eru meðvitaðri um neikvæð áhrif slíks álags og leita leiða til að forðast það. Þessi kynslóðamunur getur haft áhrif á vinnuumhverfi og samvinnu milli kynslóða í flugumferðarstjórn, þar sem ólíkar væntingar og markmið koma fram. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi sveigjanlegs vinnuskipulags sem mætir þörfum allra kynslóða, til að tryggja starfsánægju, öryggi og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Niðurstöðurnar falla vel að kenningum um vinnuálag og jafnvægi milli vinnu og einkalífs, auk rannsókna á kynslóðamun í viðhorfum til vinnu.

Accepted: 
  • Sep 10, 2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48576


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
yfirlýsing um meðferðar á lokaverkefni. 1pdf.pdf306,63 kBLockedDeclaration of AccessPDF
Ég sé ekki tilganginn í því að fórna mínum frítíma fyrir vinnuna._.pdf544,32 kBOpenComplete TextPDFView/Open