is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4858

Titill: 
  • Þjónusta sveitarfélaga við barnafjölskyldur: Samanburður á gjaldskrá og framboði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknarspurningar þessarar ritgerðar eru tvær. Annarsvegar hvort munur sé á kjörum barnafjölskyldna á milli sveitarfélaga og hinsvegar hvaða þjónusta sé lögbundin þjónusta og hvar sveitarfélögin hafi svigrúm til eigin ákvarðanatöku bæði hvað varðar gjaldtöku og framboð?
    Rannsóknarspurningunum er svarað með því að bera saman framboð og gjaldskrá á eftirtalinni þjónustu: leikskólar, grunnskólamáltíðir, heimagreiðslur, félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, íþrótta- og tómstundastyrkir og sérstakar húsaleigubætur.
    Lagaumhverfi þeirrar þjónustu sem teknin er fyrir í þessari rannsókn er skoðað með það fyrir augum að sjá hversu mikið vald sveitarfélögin hafi til eigin ákvarðana og útfærslu á framboði og gjaldskrám. Er það gert með greiningu á þeim lögum sem við eiga hverju sinni. Borin eru saman 15 sveitarfélög úr öllum landsfjórðungum og úrtakið er hentugleikaúrtak. Helstu niðurstöður eru þær að talsverður munur er á kjörum barnafjölskyldna á milli sveitarfélaga. Stærðarhagkvæmni virðist hafa þar áhrif þar sem stærstu sveitarfélögin voru almennt að bjóða upp á bestu kjörin. Sveitarfélagið Ísafjarðarbær kemur verst út úr þessum samanburði en er það ekki bara útskýrt með stærðarhagkvæmni þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður sem er með svipaða íbúatölu kemur talsvert betur út úr þessum samanburði. Frelsi sveitarfélaganna er mikið við útfærslu á þeirri þjónustu sem tekin er fyrir í þessari rannsókn. Mest er frelsið við útfærslu á frístund, heimagreiðslum, íþrótta- og tómstundarstyrkjum og sérstökum húsaleigubótum þar sem þessir þættir eru ekki tryggðir með lögum.

Samþykkt: 
  • 3.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4858


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba prentútgáfa.pdf686.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna