is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48584

Titill: 
  • Áhrif mismunabreyta á félagslega einangrun flóttafólks og innflytjenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þrátt fyrir aukna vitund á aðstæðum flóttafólks og innflytjenda, þá skortir enn viðeigandi úrræði til þess að greiða leið þessara hópa að samfélaginu. Jafngild samfélagsþátttaka og félagsleg einangrun eru nátengd hugtök. Þeir sem eru félagslega einangraðir og þá sér í lagi vegna skorts á úrræðum geta ekki tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Markmið þessarar ritgerðar er að vekja athygli á félagslegri stöðu flóttafólks og innflytjenda, kanna þau áhrif sem mismunabreytur valda og finna mögulegar lausnir til þess að sporna gegn félagslegri einangrun þessa hóps. Flóttafólk og innflytjendur eru viðkvæmir hópar innan samfélagsins sem mikilvægt er að hlúa að. Mismunabreytur og samtvinnun þeirra geta veikt stöðu þeirra enn fremur og leitt til þess að hópurinn verði fyrir fordómum, hindrunum og jafnframt félagslegri einangrun. Félagsleg einangrun getur verið afar skaðleg og því er mikilvægt að stuðla að því að þessi hópur fái viðeigandi aðstoð til þess að sporna gegn einangruninni og tryggja jafngilda samfélagsþátttöku. Mismunabreytur eru eiginleikar og aðstæður fólks, til dæmis kyn, húðlitur og stétt. Þær geta annað hvort jaðarsett fólk eða veitt þeim forréttindi. Samtvinnun mismunabreyta á við þegar fleiri en ein mismunabreyta tvinnast saman. Með því að nota kenningar um samtvinnun mismunabreyta er hægt að greina fjölþættan félagslegan ójöfnuð og kúgun sem tvinnast saman og býr til ólíkar gerðir af mismunun. Þá er verið að horfa til þeirra mismunabreyta sem jaðarsetja fólk og ef fólk er jaðarsett á mörgum sviðum samfélagsins verður það fyrir kúgun og mismunun á mörgum sviðum. Samtvinnun mismunabreyta gerir því grein fyrir því að eiginleikar og aðstæður fólks tvinnast saman og það verður fyrir ólíkum gerðum af mismunun og misbeitingu valds eftir þessum aðstæðum. Mismunabreyturnar geta einnig gert það að verkum að hópurinn á oft í erfiðleikum með að samlagast annars konar samfélagi og menningu. Það getur verið vegna þeirrar móttöku sem hópurinn fær, hvort að einstaklingar hópsins verði fyrir fordómum vegna mismunabreytanna og hvort einstaklingarnir fái viðeigandi aðstoð og úrræði. Það þarf að tryggja að þessir hópar upplifi að þeir tilheyri samfélaginu en séu ekki utan þess.

Samþykkt: 
  • 10.9.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48584


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristbjörg Arna - BA ritgerð.pdf550.21 kBLokaður til...25.10.2024HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing (1).pdf367.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF