is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48587

Titill: 
  • Krísustjórnun: Rýming Grindavíkur 10. nóvember 2023. Upplifun og viðbrögð Grindvíkinga.
  • Titill er á ensku Crisis Management: The Evacuation of Grindavík on November 10th 2023. Experiences and Reactions of the People in Grindavík.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Þann 10. nóvember 2023 stóðu íbúar Grindavíkur frammi fyrir óvenjulegri áskorun þegar þeim var skipað að yfirgefa heimili sín vegna yfirvofandi eldgosahættu. Þessi atburður hefur reynst Grindvíkingum mikil áskorun og varpar ljósi á mikilvægi skilvirkrar krísustjórnunar í landinu. Aðstæður í Grindavík árið 2023 voru einstakar vegna þess hversu hratt ástandið þróaðist. Íbúar þurftu að yfirgefa heimili sín með litlum fyrirvara og mörg atriði þurfti að hafa í huga, svo sem tryggingu á öruggum flutningi, varðveislu nauðsynlegra eigna og aðgengi að upplýsingum um ástandið.
    Markmið rannsóknarinnar var að leita svara við eftirfarandi spurningu:
    - Hver var upplifun Grindvíkinga af fyrstu rýmingunni í eldgosakrísunni 2023 og hvaða lærdóm má draga af viðbrögðum þeirra og reynslu fyrir krísustjórnun í framtíðinni?
    Að greina hvernig íbúar upplifðu þetta áfall og hvernig þeir brugðust við er ekki aðeins mikilvægt til að skilja mannlega hegðun í neyð heldur einnig til að þróa betri krísuáætlanir sem taka mið af raunverulegum þörfum og viðbrögðum fólks. Viðbrögð við náttúruhamförum eru hins vegar aðstæðubundin og oft þarf að taka ákvarðanir á stuttum tíma með takmarkaðar upplýsingar. Í slíku umhverfi er auðvelt að vera vitur eftir á, þegar meiri tími og yfirsýn er fyrir hendi.
    Rannsakandi notaði bæði megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir. Netkönnun var send út til íbúa Grindavíkur en hún innihélt bæði lokaðar og opnar spurningar um útfærslu rýmingarinnar og persónulegar upplifanir. Auk þess voru djúpviðtöl tekin til að fá betri innsýn í tilfinningaleg viðbrögð þátttakenda. Með þessum aðferðum var hægt að fá heildstæðari mynd af bæði almennu mynstri og persónulegri reynslu.
    Niðurstöðurnar sýna að rýmingin gekk að mestu leyti vel fyrir sig, en þær undirstrika mikilvægi stöðugra og skýrra upplýsinga í krísustjórnun, þar sem sumir íbúar upplifðu upplýsingaóreiðu. Einnig kom í ljós að áhættuskynjun íbúa var mótuð af fjölmörgum þáttum sem höfðu áhrif á ákvarðanatökuferli þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    On November 10th 2023, the residents of Grindavík faced an extraordinary challenge when they were ordered to leave their homes due to an imminent volcanic threat. This event proved to be a significant challenge for the people of Grindavík and highlighted the importance of efficient crisis management in the country. The circumstances in Grindavík in 2023 were unique due to how quickly the situation developed. Residents had to evacuate their homes with little notice and many factors had to be considered such as ensuring safe transportation, preserving essential belongings and access to necessary information. The objective of this study was to answer the following question:
    - What were the experiences of Grindavík’s residents during the initial evacuation in the 2023 volcanic crisis and what lessons can be drawn from their reactions for improving future crisis management?
    Analyzing how residents experienced this shock and how they responded is important not only for understanding human behavior in emergencies but also for developing better crisis plans that consider people's actual needs. However, responses to natural disasters are context-dependent and decisions often have to be made quickly with limited information. In such environments, it is easy to be wise in hindsight.
    The researcher used both quantitative and qualitative research methods. An online survey was sent to the residents of Grindavík, which included both closed and open-ended questions about the execution of the evacuation and personal experiences. Additionally, in-depth interviews were conducted to gain better insight into the emotional responses of the participants. These methods provided a more comprehensive view of both general patterns and personal experiences.
    The results show that the evacuation was largely successful but they emphasize the importance of constant and clear communication in crisis management, as some residents experienced confusion due to information overload. It also became evident that residents' risk perceptions were shaped by various factors that influenced their decision-making process.

Samþykkt: 
  • 10.9.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48587


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF - MS lokaritgerð - Hólmfríður Sig..pdf4.99 MBLokaður til...25.10.2026HeildartextiPDF
Yfirlysing um meðferð lokaverkefna - Hólmfríður Sig..jpg106.53 kBLokaðurYfirlýsingJPG

Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í 2 ár.