Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48588
Tilgangur þessa fræðilega yfirlits er að skoða hvernig þjónandi forysta tengist starfsánægju, áform um að hætta í starfi sem og kulnun í starfi. Hugmyndafræði Robert K. Greenleaf snýst um að leiðtogi ætti að þjóna sínum undirmönnum og mæta þeirra þörfum til að til að starfsmenn geti blómstrað í starfi. Með þessari nálgun eykur leiðtoginn hag og traust fyrirtækis þar sem starfsmenn finna fyrir stuðningi og virðingu. Heimildir fyrir þetta fræðilega yfirlit fundust aðallega á Proquest þar sem notast var við leitarorðin þjónandi forysta, starfsánægja, áform um að hætta í starfi og kulnun í starfi. Rannsóknir sem valdar voru fyrir ritgerðina voru allar yngri en fimm ára til að fá góða sýn á núverandi
þekkingu. Rýnt var í niðurstöður rannsóknanna til að skoða tengsl þjónandi forystu og við starfsánægju, áform um að hætta í starfi og kulnun starfsmanna.
Niðurstöður ritgerðarinnar gefa vísbendingu um að þjónandi forysta hafi jákvæð tengsl við starfsánægju, dragi úr áformum um að hætta í starfi sem og kulnun í starfi í mismunandi starfsgreinum og menningarheimum. Þetta yfirlit er hins vegar takmarkað þar sem ritgerðin skoðar fáar rannsóknir. Fræðilega yfirlitið dregur fram þörf til að skoða fleiri og fjölbreyttari rannsóknir til að öðlast betri skilning á þjónandi forystu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þjónandi forysta og árangur.pdf | 1.05 MB | Lokaður til...25.10.2024 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing.pdf | 57.98 kB | Lokaður | Yfirlýsing |