is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4859

Titill: 
 • Skráning og mat á ávinningi íhlutana lyfjafræðinga á deildum LSH
 • Titill er á ensku Evaluation of clinical intervention documented by pharmacists at LSH
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Mikilvægt er að skrá upplýsingar um klíníska þjónustu lyfjafræðinga til að sýna fram á vinnuframlag þeirra og þjónustu og til að fá heilsteyptari mynd af störfum þeirra á LSH. Þrír lyfjafræðingar veita að staðaldri klíníska þjónustu á fjórum legudeildum LSH. Þeir taka m.a. þátt í þverfaglegri teymisvinnu með þátttöku í stofugangi, flettifundum og innliti á deild, en skrá einnig lyfjasögu sjúklings við innlögn og veita útskriftarviðtal.
  Markmið rannsóknarinnar var að endurhanna og prófa skráningarblað fyrir íhlutanir lyfjafræðinga á LSH og að meta á markvissan hátt bæði klínískan og hagrænan kostnað og ávinning íhlutana.
  Í byrjun var endurhannað skráningarblað sem lyfjafræðingarnir notuðu við skráningu á íhlutunum meðan á gagnasöfnun stóð. Þrenns konar flokkunarkerfi voru notuð, í fyrsta lagi til að meta lyfjatengd vandamál, í öðru lagi til að meta gerðir íhlutana og í þriðja lagi til að meta klínísk áhrif íhlutana.
  Flestar íhlutanir voru framkvæmdar á stofugangi eða fundi (56,4%) og voru íhlutanir samþykktar í yfir 90% tilfella. Algengast var að íhlutanir lyfjafræðings tengdust tauga- og geðlyfjum (N) eða í 19,3% tilfella. Íhlutanir voru metnar sem þýðingarmiklar í 53,4% tilfella og sem nokkuð þýðingarmikið – ekki þýðingarmikið í 30,7% tilfella. Erfitt var að leggja mat beinan kostnað fyrir allar íhlutanir en nokkur valin dæmi voru tekin sem gáfu vísbendingar hvers konar íhlutanir leiða til sparnaðar. Alls voru 98 íhlutanir skoðaðar (20,5% af öllum íhlutunum) sem leiddi til heildarsparnaðar yfir milljón króna.
  Í þessari rannsókn var ekki hægt að leggja fullt mat á sparnað vegna þess að ekki lágu fyrir nægjanleg gögn til að meta beinan kostnað. Næsta skref snýr því að viðameiri greiningu á hagrænum áhrifum íhlutana lyfjafræðinga á LSH.

Samþykkt: 
 • 3.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4859


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brynja master Skráning og mat á ávinningi íhlutana.pdf2.08 MBLokaðurHeildartextiPDF