is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4860

Titill: 
  • Heimild ákæruvalds og lögreglu til að fella niður mál
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginefni þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir heimildum ákæruvalds og lögreglu til að vísa kæru frá, hætta rannsókn máls og fella mál niður að lokinni rannsókn samkvæmt VII. og XXII. kafla laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Vegna hinna síðastnefndu ákvarðana voru valin nokkur mál sem ríkissaksóknari hafði fellt niður árið 2009 og þau skoðuð sérstaklega svo hægt væri að glöggva sig á þeim ástæðum og rökstuðningi sem búa að baki slíkum ákvörðunum. Eru málin reifuð í viðauka I. Auk þess er fjallað í grófum dráttum um heimild ákæruvaldsins til að fella niður saksókn. Fjallað er almennt um ákæruvaldið, réttarreglur, sem gilt hafa um það, og þróun þeirra síðustu áratugi. Sjónum er beint að embætti ríkissaksóknara og lögreglu, samvinnu þeirra á milli við rannsókn mála og því valdi sem lagt hefur verið í þeirra hendur.
    Við umfjöllunina er litið til allra þeirra stjórnsýslukæra sem bárust ríkissaksóknara á árinu 2009, 135 talsins, vegna ofangreindra ákvarðana lögreglu og ákæruvalds. Þau mál sem kærurnar varða og afgreiðsla ríkissaksóknara á þeim eru reifuð í viðauka II. Eru málin flokkuð bæði eftir ákvörðun, sem lögregla tók, og eftir niðurstöðu ríkissaksóknara. Með þessu er leitast við að veita yfirsýn yfir það mat sem fer fram hjá ákærendum og lögreglu þegar stjórnvöldin taka ákvarðanir um þessar lyktir mála. Afstaða ríkissaksóknara til ákvörðunar lögreglu sem kæra varðar er endanleg og þar af leiðandi hafa dómstólar ekki heimild til að endurskoða það mat hans.

Samþykkt: 
  • 3.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4860


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerd_skemma.pdf1.2 MBLokaðurHeildartextiPDF