Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48602
Þessi ritgerð fjallar um tengslakenninguna, sem var þróuð af John Bowlby og Mary Ainsworth, og skoðar myndun tilfinningalegra tengsla milli barna og umönnunaraðila. Kenningin leggur til að tengslamyndun snemma á ævi barns hafi veruleg áhrif á sjálfsmynd og félagsfærni þess. Örugg tengsl stuðla að sjálfstrausti og tilfinningalegu jafnvægi, á meðan óörugg tengsl geta leitt til erfiðleika með traust og tilfinningastjórn. Í ritgerðinni er einnig fjallað um áskoranir sem börn standa frammi fyrir við að mynda heilbrigð tengsl í nútímasamfélagi. Rýnt er í hlutverk leikskólakennara í að styðja börn með tengslavanda og hvernig þeir geta skapað öruggt og nærandi umhverfi. Auk þess eru kynnt ýmis úrræði, svo sem Solihull nálgunin, CARE módelið, TBRI, og ARC módelið, sem leggja áherslu á mikilvægi traustra tengsla í þroskaferli barna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverk til B.Ed..pdf | 308,85 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
anonym2754_2024-09-16_20-55-44.pdf | 33,28 kB | Lokaður | Yfirlýsing |